24. júlí 2024
Viðskiptastjóri í ferðaþjónustuteymi
Mynd: Íshellir
Íslandsstofa auglýsir eftir viðskiptastjóra með mikinn metnað og áhuga á ferðaþjónustu og markaðssetningu Íslands. Meginmarkmið starfsins er að vinna að viðskiptaþróun og kynningarmálum í þágu íslenskrar ferðaþjónustu samkvæmt ferðamálastefnu stjórnvalda og útflutningsstefnu Íslands. Starfið felur í sér að skipuleggja viðburði, byggja upp sérfræðiþekkingu á mörkuðum, efnisgerð, markaðsgreiningar, kynningar o.fl.
Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur, skipulagning og framkvæmd viðskiptatengslaviðburða á erlendum mörkuðum
Greining tækifæra á erlendum mörkuðum í samstarfi við hagaðila
Mynda og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra mikilvæga hagaðila, innanlands og erlendis
Áætlanagerð og árangursmælingar
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á frönsku og ensku
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á þýsku mikill kostur
Farsæl reynsla af stjórnun verkefna/viðburða
Þekking og/eða reynsla úr ferðaþjónustu
Færni til að vinna vel í teymi
Menningarlæsi, frumkvæði, samskipta- og samstarfshæfni, jákvæðni og hugmyndaauðgi
Umsóknarfrestur er til 7. ágúst nk. Hægt er að sækja um starfið á vef Alfreð.is