6. apríl 2022

Þörungar - verðmæt framtíðarauðlind

Ljósmynd

Í tilefni af European Algae Industry Summit sem haldið verður á Grand hótel í Reykjavík dagana 27. og 28. apríl býður Íslandsstofa til fyrirlesturs og fundar við dr. Thomas Brück prófessor og yfirmann þörungaseturs (AlgaeTech Center) við Tækniháskólann í München (TUM).

Fundurinn er þriðjudaginn 26. apríl kl. 9.00-10.30 á Grand hótel og fer fram á ensku.

Á fundinum mun dr. Brück flytja fyrirlestur um rannsóknir sínar og þá auðlind sem þörungar eru fyrir jafn ólíkar greinar og t.d. matvæla- og byggingariðnað. Á staðnum verður einnig dr. Daniel Garbe, yfirmaður rannsókna hjá þörungasetri TUM. Megin tilgangur heimsóknarinnar er að hitta og mynda tengsl við vísindamenn og fyrirtæki á Íslandi á sviði þörungarannsókna, -ræktunar og -vinnslu.

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, fagstjóri matvæla og náttúruafurða, erna@islandsstofa.is

Um dr. Thomas Brück

Sjá allar fréttir