2. maí 2023
Sjávarútvegssýningin í Barcelona stækkar með hverju árinu
.jpg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&w=1440&h=1080)
Í ár tóku samtals 24 fyrirtæki þátt á sameiginlegum þjóðarbás sem Íslandsstofa skipulagði
Seafood Expo Global og Seafood Processing Global er stærsta sýning á sviði sjávarútvegs í heiminum og var hún haldin í Barcelona dagana 25.- 27. apríl sl. Áður fyrr var sýningin haldin í Brussel en færðist yfir til Barcelona árið 2022. Ísland hefur verið með þjóðarbás á sýningunni frá upphafi, eða frá árinu 1993.
Í ár tóku samtals 24 fyrirtæki þátt á sameiginlegum þjóðarbás sem Íslandsstofa skipulagði. Sjávarafurðamegin voru eftirfarandi fyrirtæki: ICAN, Iceland Pelagic, Iceland Responsible Fisheries, Icelandic Export Center, Matorka, Næra, Royal Iceland, Triton, Vinnslustöðin og Vísir. Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt í ár á tæknihluta sýningarinnar voru: Alvar, Borgarplast, DNG, Eimskip, HPP, Kapp, Knarr, Naust Marine, Samey, Samskip, Slippurinn Akureyri, Smyril Line, Vélfag og Wise. Þar að auki voru nokkur íslensk fyrirtæki á sýningunni á eigin vegum. Það voru m.a. Arnarlax, Bacco Seaproducts, Brim/Icelandic Asia, Iceland Seafood, Marel, Sæplast, Samherji o.fl.
Sjávarútvegssýningin í Barcelona er alþjóðleg og talin sú framsæknasta í heiminum sem sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar sem þjónusta sjávarútveginn hafa upp á að bjóða. Rúmlega 30 þúsund gestir frá um 150 löndum heimsóttusýninguna heim í ár og eru sýnendur yfir 2000 talsins frá 70 löndum. Sýningin hefur verið að stækka síðustu ár en bæði sýnendum og gestum fjölgaði u.þ.b. 20% á milli 2022-2023. Áætlaður fjöldi gesta frá Íslandi var um 800.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var á meðal þeirra sem heimsóttu sýninguna og þar upplifði hún af eigin reynslu þann kraft og metnað sem íslenskir sýnendur leggja í sýningarþátttökuna. Á meðal sýningarbása sem matvælaráðherra heimsótti var bás Íslandsstofu þar sem boðið var upp á saltfisksnittur fyrsta sýningardaginn. Íslandsstofa stóð fyrir mismunandi viðburðum samhliða sýningunni, í samstarfi við önnur fyrirtæki svo sem opnun matarhátíðarinnar Ruta de Bunyols de Bacallá þar sem íslenskur saltfiskur var í aðalhlutverki á 25 veitingastöðum og 10 matarmörkuðum undir merkjum Bacalao de Islandia.
.jpeg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&w=1620&h=1080)
.jpg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&w=1080&h=1440)

.jpg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&w=1080&h=1440)
.jpg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&w=1440&h=1080)

.jpeg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&w=1620&h=1080)
.jpeg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&w=1620&h=1080)