Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. september 2021

Singapúr og Ísland leiða saman hesta sína

Singapúr og Ísland leiða saman hesta sína
Íslensk hátæknifyrirtæki hafa þróað lausnir sem eru mikilvægar til að matvælaframleiðsla í heiminum geti orðið sjálfbær.

Útlit er fyrir að matarþörf heimsins muni tvöfaldast fyrir árið 2050. Því verður að leita nýrra leiða til að framleiða næg matvæli fyrir ört vaxandi fólksfjölda án þess að raska jafnvægi náttúrunnar. Á fundi stjórnenda og frumkvöðla frá Íslandi og Singapúr , sem fram fór í Hörpu og á vefnum, var bent á ýmsar leiðir til þess. Nýsköpun og líftækni leika þar lykilhlutverk. Matvæli framtíðarinnar bíða handan við hornið.

Rúmlega fimm hundruð manns í tveimur heimsálfum horfðu á beina útsendingu frá fundinum enda málefnið brýnt. Nú þurfa allir að vinna saman til að ná settum markmiðum,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra m.a. í ávarpi sínu.

Þótt höf og álfur skilji að er ríkur vilji milli landanna til að vinna saman að framsækinni nýsköpun þegar kemur að matvælaframleiðslu framtíðarinnar. Tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki í löndunum tveimur eru fjölmörg.

„Nýsköpun sem bætir matvælaframleiðslu er lykilatriði og tengir saman sjálfbærni og efnahagslegar framfarir. Við þurfum að auka viðskipti og samvinnu okkar hæfustu vísindamanna og deila þekkingu þeirra,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Sigríður 
Snævarr, sendiherra Íslands gagnvart Singapúr og Lim Thuan Kuan, sendiherra Singapúr gagnvart Íslandi.

Stóra spurningin er þessi. Hvernig á að fæða ört vaxandi fólksfjölda í heiminum? Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að um risavaxið verkefni sé að ræða en með því að byggja brú til annarra landa, nýta hugmyndaauðgi fólks og nýja tækni verði hægt að finna leiðir til þess.

„Íslensk hátæknifyrirtæki hafa þróað lausnir sem eru mikilvægar til að matvælaframleiðsla í heiminum geti orðið sjálfbær. Fram undan eru spennandi tímar og sókn á erlendum mörkuðum. Samstarf við frumkvöðla í Singapúr opnar dyr að spennandi tækifærum sem er mikilvægt að nýta.“

Hægt er að nálgast upptöku frá fundinum á vef Íslandsstofu. Þar er hægt að fá greinargóða mynd af nýsköpun í löndunum tveimur og því hvernig matvælaframleiðslu framtíðarinnar verður háttað.

Allar upplýsingar um viðburðinn ásamt dagskrá og upptöku má nálgast hér

Myndir frá fundinum á Facebook

Deila