3. júlí 2023
Sigríður Dögg ráðin forstöðumaður
.jpg?ixlib=gatsbyFP&auto=compress%2Cformat&fit=max&w=3543&h=2363)
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns útflutnings og fjárfestinga.
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Útflutnings- og fjárfestingasviðs Íslandsstofu. Hún tekur við starfinu af Árna Alvari Arasyni sem hefur ákveðið að láta af störfum.
Sigríður Dögg hefur starfað hjá Íslandsstofu í 7 ár og hefur undanfarin ár verið fagstjóri ferðaþjónustu. Hún hefur fjölþætta starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi og er með BS gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og Msc í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá HÍ. Lína Petra Þórarinsdóttir mun taka við sem fagstjóri ferðaþjónustu. Hún hóf störf hjá Íslandsstofu fyrr á árinu en var áður meðal annars forstöðumaður höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar. Hún er með BS gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og Msc í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá HÍ.
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu: “Það er mikill fengur að því að fá Sigríði Dögg í hóp forstöðumanna. Hún hefur undanfarin ár leitt starfsemi Íslandsstofu gagnvart ferðaþjónustunni með frábærum árangri. Lína Petra tekur við því kefli og kemur með dýrmæta reynslu að því verkefni. Fyrir hönd Íslandsstofu þakka ég Árna Alvari kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í næstu verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.”