27. mars 2023

Sendinefnd á tækniráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn

Ljósmynd

Íslandsstofa býður startup miða á TECHBBQ á afar sprotavænum kjörum eða aðeins 5.000 kr.

Íslandsstofa skipuleggur í samstarfi við sendiráð Íslands í Danmörku sendinefnd á ráðstefnuna TechBBQ sem fer fram dagana 13. og 14. september í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan er vel sótt af lykilfólki úr umhverfi fjárfesta og sprota. Á viðburðinum gefst því tækifæri til þess að komast í samband við fjárfesta, aðra frumkvöðla, fjölmiðla og áhugaverða samstarfsaðila. Slagorð TechBBQ er “Where Hygge and Tech Meet“.

Miðar, fjárfestaboð og stærri Íslandsbás í ár:

Íslandsstofa býður startup miða á TECHBBQ á afar sprotavænum kjörum eða 5.000 kr., allt að tvo miða á fyrirtæki. Sendiráð Íslands mun bjóða í fjárfestamóttöku, í samstarfi við Íslandsstofu. Einnig verður sérstakur Íslandsbás og á honum verður dagskrá sem auglýst verður þegar nær dregur. Básinn er greiddur af Íslandsstofu en það er liður í að styðja við vöxt íslenskra sprotafyrirtækja. 

Skráning fer fram hér að neðan og lýkur 23. ágúst 2023.

Lesa má allt um TECHBBQ hér: The Startup Event of The Nordics – TechBBQ.

Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri Hugvits og tækni, jarthrudur@islandsstofa.is

SKRÁNING

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir