1. mars 2023

Seafood from Iceland á Fish and Chip verðlaunum í London

Ljósmynd

Þriðjudaginn 28. febrúar fór fram glæsileg verðlaunahátíð í Bretlandi þar sem fish&chips geirinn kom saman og verðlaunaði þá aðila sem þóttu hafa skarað fram úr. Viðburðurinn heitir “National Fish and Chip Award” og var skipulagður af samtökum þeirra Breta sem heita National Federation of Fish Friers (NFFF).

Í byrjun síðasta árs komu fulltrúar NFFF til Íslands til að kynna sér íslenskan sjávarútveg og ræða mögulegt samstarf. Það samtal hélt áfram á síðasta ári og ákvað markaðverkefnið Seafood from Iceland að taka þátt í National Fish and Chip Award ásamt nokkrum framleiðendum sem eru þátttakendur í verkefninu (Brim, Iceland Seafood, Rammi og Þorbjörn).

Seafood from Iceland var styrktaraðili á í einum flokki: Veitingastaður ársins. Það var veitingastaðurinn Fish City í Belfast sem bar sigur úr býtum en aðrir staðir sem voru tilnefndir í þeim flokki voru: Malt and Anchor sem lenti í öðru sæti, Henry´s of Hunstanton sem varð í þriðja sæti auk veitingastaðanna The Cod Scallops og Erics Fish and Chips. Þetta var í fyrsta skipti sem Seafood from Iceland tekur þátt í National Fish and Chip Awards. Viðburðurinn var mjög vel sóttur eða um 600 manns þar sem lykilaðilar í fish and chips geiranum komu saman. 

Daginn fyrir verðlaunahátíðina var styrktaraðilum boðið í móttöku sem haldin var í breska þinghúsinu (Westministerhöll) og þangað mættu fulltrúar frá íslensku fyrirtækjunum og hittu m.a. sína viðskiptivini. Fish and chips er án efa þjóðarréttur Breta og þar í landi er að finna um 10.500 staði sem bjóða upp á slíka rétti. Ísland er mikilvægur framleiðandi fyrir þennan markað og þátttaka Seafood from Iceland liður í því styrkja viðskiptatengsl og sýnileika á þessum mikilvægasta markaði Íslands fyrir íslenskt sjávarfang.  

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir