17. maí 2021

Plastið í atvinnulífinu - lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð

Markmið viðburðarins er að vekja athygli atvinnulífs á sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti.

Í aðgerðaáætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi meðal annars hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts í stefnum sínum, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt. 

Grænvangur er ábyrgur fyrir aðgerð um „ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu“ í samstarfi við samtök, fulltrúa og félög úr atvinnulífinu, ásamt Umhverfisstofnun. 

Með þessum viðburði er ætlunin að vekja athygli atvinnulífs á þeim sóknarfærum sem felast í að 
auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga 
úr plastnotkun þar sem það er mögulegt. Markmiðið er að atvinnulífið grípi til aðgerða til að draga 
úr notkunplasts og auka hlut endurunnins plasts. 

Graenvangur Plastið í atvinnulífinu from Íslandsstofa on Vimeo.

DAGSKRÁ 

Ávarp 
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra  

Sögur úr atvinnulífinu 

Framleiðendur í fararbroddi í skilum og endurvinnslu 
Einar Magnússon, forstjóri CCEP  

Ein jörð, einn sjór 
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri samfélagsábyrgðar, nýsköpunar og fjárfestatengsla hjá BRIM  

Engin ein einföld lausn  
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar 

Fróðleiksmolar úr kerfinu 

Erindið um það sem er bannað  
Gró Einarsdóttir, Sérfræðingur á sviði loftlagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun 

Úrvinnslusjóður – hagrænir hvatar  
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs 

Greiðum götu hringrásarhagkerfisins með samræmdum merkingum 
Eygerður Margrétardóttir, formaður FENÚR 

Jákvæð verkefni og lausnir 

Fyrstu skrefin í átt að hringrásarhagkerfinu 
Börkur Smári Kristinsson, rannsókna- og þróunarstjóri Pure North Recycling 

Plastlaus september - breytum til hins betra 
Þórdís V. Þórhallsdóttir, fræðslustjóri hjá Plastlausum september 


Sjá allar fréttir