31. ágúst 2023
Öflugur greinandi óskast

Íslandsstofa leitar að öflugum sérfræðingi með brennandi áhuga á hagtölum og útflutningi, árangursmælikvörðum, greiningum og miðlun tölulegra upplýsinga.
Starfið heyrir undir svið reksturs og viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu. Starfið felur meðal annars í sér greiningu, úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga ásamt þróun og framsetningu árangursmælikvarða á sviðum sem tengjast starfsemi Íslandsstofu og útflutningsstefnu Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
Greining, úrvinnsla og framsetning upplýsinga á sviði útflutningstölfræði, erlendra fjárfestinga, ferðaþjónustu og öðrum sviðum sem tengjast starfsemi Íslandstofu.
Skilgreining og framsetning árangursmælikvarða sem styðja við starfsemi Íslandsstofu og útflutningsstefnu atvinnulífs og stjórnvalda.
Samskipti og samvinna við hagaðila varðandi tölfræðigreiningar og framsetningu upplýsinga á sviðum sem tengjast starfsemi Íslandsstofu.
Umsjón með gagnabönkum sem Íslandsstofa hefur aðgang að og notkun þeirra.
Menntunar- og hæfniskröfur
Haldgóð reynsla af greiningum, vinnslu tölfræðiupplýsinga og mótun árangursmælikvarða.
Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölfræði, verkfræði, tölvunarfræði eða hagfræði.
Hæfni til að setja greiningar fram með skýrum og áhugaverðum hætti í skýrslum, á vef og í kynningum.
Hæfni til að koma fram og kynna niðurstöður greininga á íslensku og ensku.
Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli er kostur.
Frumkvæði, metnaður, færni í að starfa í hóp og góð samskiptahæfni.
Brennandi áhugi á íslensku viðskiptalífi og starfssviði Íslandsstofu.
Umsóknir og nánari upplýsingar má finna á Alfreð.is
Umsóknarfrestur er til 10. september. Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Georgsdóttir, forstöðumaður á sviði reksturs og þróunar, brynhildur@islandsstofa.is