6. janúar 2023

Nýtir þú þarfasta þjóninn?

Ljósmynd

Þeir sem hafa áhuga á að nýta íslenska hestinn eða ímynd hans í markaðs- og kynningarstarfi eru hvattir til að kynna sér þá samstarfsmöguleika sem eru í boði í tengslum við Horses of Iceland markaðsverkefnið.

Tækifæri í samstarfi við Horses of Iceland 


Íslenski hesturinn er órjúfanlegur hluti af sögu og menningu Íslands. Ímynd hans er okkur því öllum kær. 

Íslandsstofa rekur markaðsverkefnið Horses of Iceland í samstarfi við ríkið og aðila sem koma að hestamennsku á einn eða annan hátt; hestamenn, ræktendur, tamningamenn, útflytjendur og fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu tengda íslenska hestinum. Eitt megin markmið verkefnisins er að samræma markaðs- og kynningarstarf til þess að byggja upp orðspor og styrkja ímynd íslenska hestsins á heimsvísu. Með öflugu kynningarstarfi fjölgum við hestamönnum heima og erlendis, aukum eftirspurn eftir íslenska hestinum og vörum og þjónustu honum tengdum og öflum gjaldeyristekna sem skila sér inn í greinina, henni til framdráttar.  

Við bjóðum nýja þátttakendur velkomna inn í verkefnið, ekki aðeins einstaklinga, fyrirtæki og samtök sem tengjast íslenska hestinum beint, heldur einnig þau sem vilja nýta íslenska hestinn eða ímynd hans í markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu. Ef þitt fyrirtæki nýtir, eða hefur áhuga á að nýta, íslenska hestinn eða ímynd hans í markaðs- og kynningarstarfi viljum við hjá Horses of Iceland gjarnan kynna fyrir þér þá samstarfsmöguleika sem eru í boði.  

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um tækifæri til samstarfs.  

HAFA SAMBAND

Tryggjum ímynd íslenska hestsins! 

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir