6. apríl 2021

Norrænt stefnumót um innkaup Sameinuðu þjóðanna

NOPS kaupir vörur og þjónustu fyrir um einn milljarð Bandaríkjadala á ári.

Þriðjudaginn 13. apríl er íslenskum fyrirtækjum boðið á kynningarfund á vefnum með einni stærstu innkaupaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNOPS, sem kaupir vörur og þjónustu árlega fyrir um einn milljarð Bandaríkjadala.

Á fundinum mun UNOPS kynna starfsemi sína og helstu innkaupatækifæri í Afríku, Asíu og í Balkanlöndunum. Skráningarfrestur er til 9. apríl.

Í kjölfarið verður nokkrum fyrirtækjum boðið á einkafundi með starfsmönnum UNOPS. Þar fá þau nánari upplýsingar um tækifæri á ofangreindum svæðum og geta kynnt sig og það sem þau hafa að bjóða. Aðeins 5-6 íslensk fyrirtæki fá þátttökurétt og því skiptir miklu að skrá sig sem fyrst.

Sjá nánar á vefnum:

Heimstorg Íslandsstofu

Sjá allar fréttir