5. júlí 2021

Matvælaráðstefna í Bandaríkjunum

Íslandsstofa mælir með því að fyrirtæki sem eru með starfsemi í Bandaríkjunum eða hyggjast sækja inn á þann markað kynni sér ráðstefnuna.

Íslandsstofa í samstarfi við Business Sweden kynnir fjárfestaráðstefnuna Nordic-U.S. Food Summit sem haldin verður í San Francisco 11.-15. nóvember. Ráðstefnan er tilvalinn vettvangur fyrir fyrirtæki í matvæla- og matartæknigeiranum sem vilja komast í samband við bandaríska fjárfesta og efla alþjóðlegt tengslanet sitt. Sjálfbærni er þema ráðstefnunnar og rík áhersla er lögð á að þátttakendur hafi jákvæð áhrif við framleiðslu sína.

Íslandsstofa mælir með því að fyrirtæki sem eru með starfsemi í Bandaríkjunum eða hyggjast sækja inn á þann markað kynni sér ráðstefnuna. Þar gefst 20 fyrirtækjum frá Norðurlöndunum kostur á að vera með fjárfestakynningar og mun nefnd skipuð fjárfestum velja þau úr hópi umsækjanda. Sótt er um þátttöku á vefnum. Opið er fyrir umsóknir til 16. júlí og er þátttökugjald USD 1.000.

Ráðstefnan er samstarf Business Sweden, Business Finland, Business Iceland (Íslandsstofu), UC Berkeley, UC Davis, Sænsk-Bandaríska viðskiptaráðsins og Björn Öste, stofnanda Oatly.

Sjá nánar:

Sjá allar fréttir