23. júní 2021

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - bein útsending

Á fundinum verður dregin upp mynd af því hvernig loftslagsvegvísirinn mun nýtast íslensku samfélagi við leggja sitt af mörkum til að leysa eitt stærsta mál samtímans; loftslagsvandann.

Nýr loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður kynntur í dag kl. 15 í Húsi atvinnulífsins. Bein útsending er frá kynningunni á vefnum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar fundinn. Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Grænvangs og framkvæmdastjóri SI, kynnir vegvísinn ásamt Eggerti Benedikt Guðmundssyni, forstöðumanni Grænvangs.

Á fundinum verður dregin upp mynd af því hvernig loftslagsvegvísirinn mun nýtast íslensku samfélagi við leggja sitt af mörkum til að leysa eitt stærsta mál samtímans; loftslagsvandann.

Fjölmargir aðilar standa að Loftslagsvegvísi atvinnulífsins: Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Bændasamtök Íslands auk Grænvangs.

Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Hlutverk Grænvangs er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld í innlendum aðgerðum til að ná því sameiginlega markmiði. Auk þess styður Grænvangur við útflutning grænna lausna frá Íslandi með markaðsverkefninu Green by Iceland.

 

Sjá allar fréttir