5. nóvember 2021

Let it Out vann til City Nation Place verðlauna

Markaðsherferðin Looks Like You Need To Let It Out, sem unnin var fyrir áfangastaðinn Ísland, hlaut fyrstu verðlaun í flokknum “Best Communication Strategy - Tourism” á ráðstefnu fagaðila í mörkun landa og áfangastaða, City Nation Place Global, sem fór fram í London í gær.

Markaðsherferðin Looks Like You Need To Let It Out, sem unnin var fyrir áfangastaðinn Ísland, hlaut fyrstu verðlaun í flokknum “Best Communication Strategy - Tourism” á ráðstefnu fagaðila í mörkun landa og áfangastaða, City Nation Place Global, sem fór fram í London í gær.

City Nation Place verðlaunar árlega bestu verkefni ársins á sviði mörkunar fyrir áfangastaði og erlendrar fjárfestingar. Í dómnefnd sitja 11 sérfræðingar víðsvegar að úr heiminum sem starfa við mörkun og markaðssetningu á því sviði. 

I rökstuðningi dómnefndar segir: This was a standout winner in the judges’ eyes. The team at Visit Iceland seized a moment, caught the media attention with a standout creative idea [that everyone wished they’d had] that also played to all of Iceland’s strengths in tourism and so felt authentic. All of that, and the implementation was really polished and well-executed.

 Looks Like You Need Iceland var unnin í samstarfi við Peel auglýsingastofa, M&C Saatchi. SKOT Production sá um framleiðslu, en leikstjórn var í höndum Samma og Gunna. 

Sjá allar fréttir