23. mars 2023

Kokkanemar léku listir sínar með íslenskum saltfiski

Ljósmynd

Meginmarkmið keppninnar var að kynna íslenska saltfiskinn fyrir upprennandi matreiðslumeisturum.

Í vikunni stóð Íslandsstofa, í nafni verkefnisins Bacalao de Islandia, fyrir tveimur keppnum þar sem nemendur í kokkaskólum í Portúgal og á Spáni léku listir sínar með íslenskan saltfiski.

Þriðjudaginn 21. mars kepptu sjö nemendur frá Portúgal og fór keppnin fram í glæsilegum húsakynnum kokkaskólans í Portalegre en bærinn er er í austurhluta Portúgal, rétt við landmæri Spánar. Sigurvegarinn var Gonçalo Gaspar, frá Escola de Hotelaria e Turismo í Lissabon. Tveimur dögum seinna var röðin komin að Spánverjunum og fór sú keppni fram í borginni Málaga í Andaslúsíu. Þar kepptu 15 nemendur frá flestum héruðum Spánar og sá sem bar sigur úr bítum var Diogo Antonio Chavero Rosa frá bænum Malpartida de la Serena í Extremadura héraðinu. Sigurvegarnir hlutu ferð til Íslands í vinning og munu heimsækja upprunaland saltfisksins um miðjan september.  

Þótt hér sé um að ræða keppnir þá er meginmarkmið viðburðarins þó að kynna þetta úrvals hráefni sem íslenski saltfiskurinn er, fyrir upprennandi matreiðslumeisturum. Þá kynnast nemendurnir hvor öðrum, og deila reynslu sinni og matarmenningu.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðunum.

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir