12. mars 2024

Íslenskur sjávarútvegur áberandi í Boston

Ljósmynd

Það var mál manna að sýningin hafi aldrei verið stærri og að áhugi fyrirtækja í þessum geira á Bandaríkjamarkaði sé í örum vexti.

Stærstu sjávarútvegssýningu Norður Ameríku, The Boston Seafood Show lauk í dag. Sýningin sem fór fram dagana 10.- 12. mars var að þessu sinni mjög vel sótt og voru fjölmargir Íslendingar á svæðinu.

Íslandsstofa skipulagði þjóðarbás á „Seafood“ svæði sýningarinnar þar sem fimm fyrirtæki sýndu sameiginlega undir merkjum Íslands. Þetta voru Icelandic Trademark Holding ehf, Iceland Pelagic, Iceland Responsible Fisheries, Matorka og VSV Seafood Iceland. Fyrirtækin áttu annríka daga á sýningunni og sátu fjölmarga fundi með viðskiptavinum sínum. Þá voru nokkur önnur íslensk fyrirtæki með bása á staðnum, en má þar nefna Eimskip, Wisefish, Arnarlax og Icefresh.  

Sendiherra Íslands í Kanada, Hlynur Guðjónsson, og nýr viðskiptafulltrúi Íslands í Bandaríkjunum, Einar Hansen Tómasson, stóðu vaktina á sýningarsvæði Íslands ásamt starfsfólki Íslandsstofu. Það var mál manna að sýningin hafi aldrei verið stærri og að áhugi fyrirtækja í þessum geira á Bandaríkjamarkaði sé í örum vexti. 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.

Íslenskur sjávarútvegur áberandi í Boston

Sjá allar fréttir