14. september 2022

Íslensk sjávartækni kynnt í Kanada

Ljósmynd

Íslenski hópurinn í heimsókn hjá bátaframleiðandanum Irving í Halifax

Dagana 6.- 10 september fór viðskiptasendinefnd með íslenskum sjávartæknifyrirtækjum til Kanada, á vegum Íslandsstofu og Sendiráðs Íslands í Kanada. Fyrirtækin sem tóku þátt voru Frost, HPP, Kapp og Slippurinn Akureyri en einnig fóru með fulltrúar frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka.

Fyrst var förinni heitið til Montréal þar sem hópurinn kynnti sér Canadian seafood Show. Daginn eftir var flogið til Halifax en þar um slóðir er mikil gróska í sjávartengdri starfsemi. Íslenska sendinefndin bauð til kynningar í COVE (center for ocean and venture entrepreuneurship). Talsverður áhugi var á viðburðinum og mættu þangað fulltrúar frá yfir 40 kanadískum fyrirtækjum sem voru í leit að lausnum og samstarfsaðilum í þessum geira.

rich text image

Sendinefndin hjá COVE þar sem kynningarviðburðurinn fór fram

Að lokum var farið í heimsókn í Irving bátasmíðastöðina í Halifax og fékk hópurinn kynningu á starfseminni, en Irving er stærsti bátaframleiðandi Kanada.

Ferðin gekk vel og vakti sjávartækni frá Íslandi greinilega athygli og fjallað var um heimsóknina í nokkrum innlendum fjölmiðlum. Hér má t.a.m. sjá frétt CBS nueva scotia um viðburðinn.

/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

29. september 2022

Grænar lausnir í brennidepli á loftslagsráðstefnu í Washington
Frétta mynd

29. september 2022

Verkefnastjóri Horses of Iceland
Frétta mynd

20. september 2022

Lauf Forks og Sidekick Health hljóta Nýsköpunarverðlaun Íslands
Frétta mynd

19. september 2022

Sendinefnd til Singapore - nýsköpun, háskólar og rannsóknir