14. apríl 2021
Íslensk matvæli á Þýskalandsmarkaði
Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Berlín stóðu fyrir vefkynningu um þýska matvælamarkaðinn á dögunum.

Þann 13. apríl stóðu Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Berlín fyrir vefkynningu um þýska matvælamarkaðinn. Sendiherra Íslands í Berlín, María Erla Marelsdóttir, ávarpaði fundinn og bauð íslensk fyrirtæki velkomin til Þýsklands og sagði frá þjónustu sendiráðsins. Því næst var boðið upp á þrjár kynningar.
Max-Henrik Fabian, markaðsráðgjafi IFH Köln, sagði frá stöðunni á þýska matvælamarkaðnum og horfði þar bæði á smásölu- og veitingahúsamarkaðinn. Í erindi Max-Henrik kom m.a. fram hversu mikil áhrif Covid-19 hefur haft á veitingahúsamarkaðinn í Þýskalandi en samdrátturinn þar er um 27% þegar árin 2019 og 2020 eru borin saman. Hér má nálgast kynninguna
Þeir Ingmar Fritz Rauch, framkvæmdastjóri Gourmet Scouts og Wolfgang Bauer, framkvæmdastjóri frystra fisk- og kjötafurða Wydra International/RW-Warenhandels-GmbH greindu frá sögunni á bak við vegferð íslenska lambakjötsins undir vörumerkinu “Vikingyr” á þýska markaðnum. Hér má nálgast kynninguna
Í erindi sínu fjallaði Ruth Bobrich, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Berlín, um íslenskar vörur á þýska markaðnum, tók nokkur dæmi og sagði frá aðkomu sendiráðsins við að greiða götu þeirra íslensku fyrirtækja sem sækja inn á þýska markaðinn. Hér má nálgast kynninguna

23. október 2025
Ný heimasíða miðlar stöðu, sögu og árangri Íslands í jafnréttismálum

22. október 2025
Norðurljósin í forgrunni nýrrar markaðsherferðar fyrir Ísland

20. október 2025
Ísland með sterka viðveru á ITB Asia í Singapore

17. október 2025
Ísland kynnti nýsköpun í lífvísindum á Nordic Life Science Days
![Frétta mynd]()
23. október 2025
Ný heimasíða miðlar stöðu, sögu og árangri Íslands í jafnréttismálum
![Frétta mynd]()
22. október 2025
Norðurljósin í forgrunni nýrrar markaðsherferðar fyrir Ísland
![Frétta mynd]()
20. október 2025
Ísland með sterka viðveru á ITB Asia í Singapore
![Frétta mynd]()
17. október 2025
Ísland kynnti nýsköpun í lífvísindum á Nordic Life Science Days