14. júní 2022

Íslensk gæðamatvæli kynnt í New York

Ljósmynd

Íslandsstofa skipulagði þjóðarbás á Fancy Food vörusýningunni, sem fór fram dagana 12.-14. júní í Javits Center í New York. Þessi sýning á sér langa sögu og er sú stærsta og mikilvægasta á þessu svæði þegar kemur að sérvöru (e. speciality foods). Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér þennan vettvang til að ná fótfestu á austurströnd Bandaríkjanna. Þar má nefna Siggi´s Skyr sem í mörg ár kynnti New York  búum fyrir þessum þjóðarrétti okkar Íslendinga, sem er nú orðinn vel þekktur í Bandaríkjunum og víðar.

Þetta er í annað skiptið sem Íslandsstofa stendur fyrir bás á sýningunni. Að þessu sinni tóku þátt þrjú íslensk fyrirtæki, Saltverk, Íslensk Hollusta og Arctic Star. Fulltrúi Íslandsstofu stóð einnig vaktina með góðri hjálp frá Nikulási Hannigan, viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í New York.

rich text image

Hönnun bássins hafði sterka vísun í upprunalandið og augljóst að mikill áhugi er á sjálfbærum og náttúrulegum vörum frá Íslandi í Bandaríkjunum, sem hefur löngum þótt spennandi markaður í þessum vöruflokki vegna stærðar, kaupmáttar og fjölbreytni.

Sjá allar fréttir