3. maí 2022

Íslensk vaxtarfyrirtæki hyggjast ráða 800 erlenda sérfræðinga

Ljósmynd

Ljósmynd ©Marel

Könnun íslenskra vaxtarfyrirtækja desember 2021 til janúar 2022

Árleg könnun Íslandsstofu meðal íslenskra vaxtarfyrirtækja sýndi fram á sterkar vísbendingar um áframhaldandi vöxt í greininni á árinu 2022. Samkvæmt niðurstöðum stefna fyrirtækin að því að ráða yfir 800 erlenda sérfræðinga til starfa. Öll fyrirtækin sem tóku þátt, náðu eða fóru fram úr þeim vaxtarmarkmiðum sem þau höfðu sett sér í fyrri könnun. 71% fyrirtækjanna býst við frekari vexti á árinu 2022.

Íslandsstofa hafði samband við forsvarsmenn 240 íslenskra vaxtarfyrirtækja vegna könnunarinnar. Vaxtarfyrirtæki eru fyrirtæki með starfsemi erlendis eða með fjármögnun inn á nýja markaði. Um það bil 100 fyrirtæki svöruðu og var svarhlutfall því tæplega 40%.

Helstu niðurstöður:

  • Fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni gera ráð fyrir að bæta við 800 nýjum starfsgildum, sem samsvarar 41% aukningu í fjölda starfsmanna

  • 67% fyrirtækjanna voru stofnuð á árunum 2012-2021

  • 44% fyrirtækjanna eru með dótturfyrirtæki erlendis

  • Flest dótturfyrirtækin eru í enskumælandi löndum og á Norðurlöndunum

  • Stærstur hluti tekna rúmlega 70% fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni koma úr útflutningi

Hér má skoða heildarniðurstöður

Um könnunina:

Markmiðið með könnuninni er m.a. að dýpka skilning á því hvernig Íslandsstofa getur stutt við vöxt fyrirtækja inn á erlenda markaði. Þetta var annað árið í röð sem Íslandsstofa lagði þessa könnun fyrir íslensk vaxtarfyrirtæki. Leitast var við að skoða núverandi stöðu fyrirtækjanna og framtíðarsýn þeirra. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 15. desember 2021 til 21. janúar 2022. Samskipti við fyrirtækin fóru fram með tölvupósti og var svörum skilað í gegnum netgátt.

Sjá allar fréttir