18. mars 2024

Íslensk fyrirtæki kynna matvæli og heilsuvörur í Kaliforníu

Ljósmynd

Hér má sjá hluta af íslenska hópnum sem tók þátt í Expo West sýningunni í Anaheim.

Fimm íslensk fyrirtæki tóku þátt í þjóðarbási skipulögðum af Íslandsstofu á Expo West sýningunni sem fór fram dagana 13.-15. mars í Anaheim, Kaliforníu.

Expo West sýningin er ein sú allra stærsta og mikilvægasta þegar kemur að matvælum og ýmiss konar náttúru- og heilsuvörum á vesturströnd Bandaríkjanna. Fyrirtækin fimm: Algalíf, Angan, GeoSilica, Primex og Saltverk létu vel af sýningunni og segja hana lykilviðburð fyrir fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á þessum stóra og krefjandi markaði.

Fleiri íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar á sýningunni, enda býður hún upp á frábær tækifæri til að hitta fulltrúa allra stærstu kaupenda á svið matvæla og náttúruvara, bæði fyrir þau sem eru ný á markaðinum og þau sem vilja komst í samtal við nýja samstarfsaðila. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af fulltrúum á bási Íslands.

Íslensk fyrirtæki kynna náttúru- og heilsuvörur í Kaliforníu

Sjá allar fréttir