26/11/2021

Íslandsstofa opnar fyrirtækjum leið út í heim í samstarfi við Business Sweden

Íslensk fyrirtæki sem hyggja á inngöngu á nýja markaði eða frekari vöxt erlendis hafa nú aðgang að víðtæku teymi ráðgjafa um heim allan í gegnum nýja þjónustuleið Íslandsstofu í samstarfi við Business Sweden.

Íslensk fyrirtæki sem hyggja á inngöngu á nýja markaði eða frekari vöxt erlendis hafa nú aðgang að víðtæku teymi ráðgjafa víða um heim í gegnum nýja þjónustuleið Íslandsstofu í samstarfi við Business Sweden. Þjónustan var formlega kynnt á fundi með fulltrúum íslenskra fyrirtækja í húsnæði Íslandsstofu í Grósku í gær.

Meiri vöxtur hjá fyrirtækjum sem nýta ráðgjafaþjónustuna
Business Sweden leggur mikinn metnað að veita fyrirtækjum faglega ráðgjöf á alþjóðavísu. Á fundinum fór Fredrik Fexe, aðstoðarforstjóri Business Sweden, ítarlega yfir þá þjónustuþætti sem standa íslenskum fyrirtækjum til boða.

Á meðal þess sem kom fram í máli Fredrik var að vöxtur sænskra útflutningsfyrirtækja sem nýta sér ráðgjafaþjónustu Business Sweden var 37% meiri, yfir þriggja ára tímabil, heldur en fyrirtækja sem gerðu það ekki. Það er því eftir miklu að slægjast hjá íslenskum fyrirtækjum, sem býðst nú ráðgjöf sem getur greitt þeirra leið inn á erlenda markaði og stuðlað að auknum vexti á styttri tíma.

Fjölbreytt þjónusta og verkefni
Alls starfa yfir 450 sérfræðingar og ráðgjafar á vegum Business Sweden í rúmlega 37 löndum víða um heim. Í þjónustunni felst meðal annars stefnumótandi ráðgjöf auk viðskipta- og lagalegrar aðstoðar við margs konar verkefni að ónefndu aðgengi að víðfeðmu tengslaneti viðskiptalífsins í hverju landi. Verkefnin sem fyrirtæki geta sótt ráðgjöf í eru því afar fjölbreytt og nýtast jafnt smáum sem stórum fyrirtækjum á öllum stigum markaðssóknar.

Íslandstofa tekur þátt í kostnaði
Þjónustan er veitt á markaðsforsendum og fer kostnaður eftir eðli og umfangi hvers verkefnis fyrir sig. Á fundinum kynnti Ágúst Sigurðarson, fagstjóri útfltningsþjónustu hjá Íslandsstofu þá nýjung að íslensk fyrirtæki geta sótt um eundurgreiðslu á hluta kostnaðar til Íslandsstofu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Það er alveg nýtt að Íslandsstofa taki með beinum hætti þátt í kostnaði við markaðssókn einstakra fyrirtækja. Að mínu mati er það mjög jákvætt skref og til þess gert að flýta fyrir vexti fyrirtækja utan landssteinanna sem mun hafa bein áhrif á útflutningstekjur Ísland.“

Mikill áhugi hjá íslenskum fyrirtækjum
Ágúst segir gríðarmörg tækifæri erlendis fyrir íslensk nýsköpunar og hugvitsfyrirtæki. „Síðustu ár hefur verið mikil gróska, ekki síst í nýjum greinum atvinnulífsins. Í því samhengi er sú viðbótarþjónusta sem nú stendur íslenskum fyrirtækjum til boða í gegnum Business Sweden, afar mikilvæg og til þess gerð að auka líkur á vel heppnuðum aðgerðum við útrás.“
Aðspurður segir Ágúst að mikill áhugi sé hjá fyrirtækjum á að nýta sér þessa þjónustu og að nokkrir hafi þegar haft samband með það markmið að koma verkefnum í gang.

Nánar má lesa um samstarf Íslandsstofu við Business Sweden og þjónustuna hér.

/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

13/5/2022

Samningur um Film in Iceland endurnýjaður
Frétta mynd

7/5/2022

Starf forstöðumanns Grænvangs laust til umsóknar
Frétta mynd

4/5/2022

Kynningartækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í Tívolí á 17. júní
Frétta mynd

3/5/2022

Íslensk vaxtarfyrirtæki hyggjast ráða 800 erlenda sérfræðinga

Business Iceland

Gróska

Bjargargata 1, 102 Reykjavík - 4. floor

Telephone +354 511 4000

About Business Iceland

Employees

Persónuverndarstefna

Jafnréttisstefna

Sjálfbærnistefna

Framtíðarstefna

Samstarf um verðlaun

Þjónusta

Útflutningsþjónusta

Heimstorgið

Erlendar fjárfestingar

Markaðsverkefni

Sýningar

Allur réttur áskilinn