13. október 2023
Íslandsstofa hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
Á mynd eru handhafar Jafnvægisvogarinnar 2023 ásamt Elizu Reid. Viðurkenningin er veitt þeim aðilum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í stjórnunarstöðum.
Íslandsstofa er stoltur handhafi Jafnvægisvogar FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) árið 2023. Viðurkenningin er veitt þeim aðilum sem hafa á framúrskarandi hátt unnið að markmiðum Jafnvægisvogarinnar og náð að jafna kynjahlutfall í stjórnunarstöðum.
Viðurkenningarhafar voru valdir úr hópi 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu og voru þeir kynntir á stafrænu ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun, sem fór fram í gær og streymt var á vef RÚV. Eliza Reid kynnti viðurkenningarhafa, fimmtíu og sex fyrirtæki, ellefu sveitarfélög og tuttugu og tvo opinbera aðila. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.
Að verkefninu standa FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.