10. nóvember 2022

Íslandsbásinn þéttsetinn á WTM í London

Ljósmynd

Tuttugu og fimm íslensk fyrirtæki tóku þátt í ferðasýningunni World Travel Market í London

Ferðasýningin World Travel Market fór fram dagana 7. - 9. nóvember í London og skipulagði Íslandsstofa þátttöku Íslands á sýningunni að vanda. Sýningin er með stærstu ferðaviðburðum sem haldnir hafa verið eftir Covid-19 og var hlutfall fagaðila nú hærra en oft áður.

Ísland var eina Norðurlandið á staðnum að þessu sinni. Á Íslandsbásnum voru 25 fyrirtæki úr ferðaþjónustu, ásamt Markaðsstofu Norðurlands og Höfuðborgarstofu. Meðal sýnenda frá Íslandi voru ferðaskrifstofur, hótel, afþreyingar­fyrirtæki, baðlón og flugfélög (sjá mynd með lista yfir fyrirtæki). 

Svo virðist sem áhugi á Íslandi fari síður en svo minnkandi, og var svæði Íslands meira og minna þéttsetið gestum víða að úr heiminum. Þá vöktu eftirtekt þeir straumar og stefnur sem íslensk ferðaþjónusta hefur markað sér síðastliðin misseri með áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu, dreifingu ferðamanna, Íslandi sem heilsársáfangastað og áherslu á ábyrga ferðaþjónustu.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.

Íslandsbásinn þéttsetinn á WTM í London

Sjá allar fréttir