5. september 2023

Endurskoðun framtíðastefnu um íslenskan útflutning stendur yfir

Ljósmynd

Hópmynd frá vinnustofu Íslandsstofu á Ísafirði 14. ágúst síðastliðinn.

Vinna stendur nú yfir við endurskoðun langtímastefnumótunar fyrir íslenskar útflutningsgreinar sem kynnt var 2019.

Í lögum um Íslandsstofu sem sett voru 2018 var stofunni falið að móta langtímastefnu um aukningu útflutningstekna. Stefnumótunin skyldi tiltaka áherslur í markaðsstarfi Íslands á erlendum mörkuðum, velja markaðssvæði og skilgreina mælanleg markmið til að meta árangur. Árið 2019 skilaði Íslandsstofa af sér langtímastefnumótun fyrir íslenskar útflutningsgreinar sem unnin var fyrir hönd atvinnulífs og stjórnvalda. Yfir 400 manns komu að gerð stefnumótunarinnar með beinum hætti í gegnum 13 vinnustofur sem haldnar voru um allt land með fulltrúum helstu útflutningsgreina landsins.

Gert var ráð fyrir því í upphafi að stefnan yrðir endurmetin að fimm árum liðnum. Haldnar hafa verið fjórar vinnustofur, á Ísafirði í samstarfi við Vestfjarðarstofu, á Blönduósi í samstarfi við Samband sveitafélaga á Norðurlandi Vestra, á Egilsstöðum í samstarfi við Austurbrú og Akureyri í samstarfi við SSNE (Samtök sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) og Markaðsstofu Norðurlands. Framundan eru einnig vinnustofur á Suðurlandi, Vesturlandi og á Reykjanesi, og atvinnugreinatengdar vinnustofur.

Þau gögn sem safnast í vinnustofunum verða nýtt til að greina samnefnara og sameiginleg stef sem mynda grunn fyrir endurskoðun á langtímastefnumótun. Stefnt er að því að klára þessa vinnu nú í haust. Breytingartillögur sem kunna að koma út úr þessari vinnu verða að lokum lagðar fyrir útflutnings- og markaðsráð til endurgjafar og samþykktar.  

Lesa nánar um framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning

Myndirnar að neðan eru frá vinnustofum á Blönduósi 24. ágúst, Egilsstöðum 30. ágúst og Akureyri þann 4. september 2023

Endurskoðun framtíðastefnu um íslenskan útflutning stendur yfir

Sjá allar fréttir