Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. febrúar 2021

Eflum þátttöku kvenna í nýsköpun - ráðstefnan Women InNovation haldin 5. mars

Eflum þátttöku kvenna í nýsköpun - ráðstefnan Women InNovation haldin 5. mars
Föstudaginn 5. mars nk. verður alþjóðlega ráðstefnan Women InNovation haldin rafrænt frá New York.

Föstudaginn 5. mars nk. verður alþjóðlega ráðstefnan Women InNovation haldin rafrænt frá New York. Á ráðstefnunni verður skoðuð vegferð kvenna í nýsköpun, rætt hverjar helstu áskoranir eru á þessu sviði og leitast við að finna leiðir til að hvetja konur til frekari þátttöku í frumkvöðlastarfi. 

Yfir 30 hugsjónarkonur og -menn víðsvegar að úr heiminum munu stíga á stokk, en meðal ræðumanna er Frú Eliza Reid sem hvetur til þátttöku í ráðstefnunni með þeim orðum:
Women InNovation er frábært framtak Norðurlandanna þar sem hagsmunaaðilar á heimsvísu koma saman og leitast við að svara þeirri knýjandi spurningu: Hvernig getum við hvatt konur til dáða, veitt þeim stuðning og stuðlað að aukinni fjármögnum á verkefnum kvenna í frumkvöðlastarfi?"   

Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu:
Ég hef lengi brunnið fyrir það verkefni að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og viðskiptahröðlum. Með þvi að fjölga konum á þessu sviði, fjölgar kvenkyns stofnendum fyrirtækja og forstjórum. Þessu fylgir einnig sú afleiðing að konum fjölgar í hópi þeirra sem sækja fjármagn til fjárfesta, en peningum fylgir vald og áhrif til að breyta heiminum. Þessi viðburður á erindi við alla sem hafa áhuga á nýsköpun og áhugaverðum nýjungum." 

Ráðstefnan fer fram föstudaginn 5. mars nk. kl. 14.00-22.30 að íslenskum tíma.  

Allir áhugasamir eru hvattir til að taka SKRÁ SIG HÉR en þátttaka er án endurgjalds. 

Hér má nálgast dagskrá

Viðburðurinn er skipulagður af Nordic Innovation House í New York, í samstarfi við Business Iceland (Íslandsstofu), Business Finland, Innovation Norway og Business Sweden, ásamt sendiráðum Íslands, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs í New York.

Deila