14. júní 2022

Ætlar þú með á Slush og TechBBQ?

Ljósmynd

Í haust og vetur stendur Íslandsstofa fyrir sendinefndum á tvo viðburði á sviði hugvits, nýsköpunar og tækni - TECHBBQ sem fer fram í Kaupmannahöfn í september og SLUSH í Helsinki í nóvember.

Íslandsstofa hvetur áhugasöm fyrirtæki, fjárfesta og fólk úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi til að slást með í för.

Í báðum tilvikum verður gerð upplýsingasíða um þátttakendur sem notuð er fyrir fjölmiðla og samfélagsmiðlateymi Íslandsstofu, auk þess sem henni er miðlað til fjárfesta sem sækja ráðstefnuna.

Athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi miða er í boði á báða viðburði og því borgar sig að bregðast við sem fyrst. Þau sem eru þegar búin að tryggja sér miða geta samt sem áður skráð sig í sendinefndina og tryggt að fyrirtæki sitt verði sýnilegt í kynningarefni Íslandsstofu.

Sendinefnd á TechBBQ í Kaupmannahöfn 14. og 15. september 2022

Sendinefnd á SLUSH í Helsinki 17. og 18. nóvember 2022

Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu, jarthrudur@islandsstofa.is

Ætlar þú með á Slush og TechBBQ?

Sjá allar fréttir