27. október 2022

80 ára saga um gæði Icelandic vörumerkisins

Ljósmynd

Vörumerkið Icelandic fagnar 80 ára afmæli í ár ~ 1942-2022

Icelandic vörumerkið á sér 80 ára, merkilega og farsæla sögu um hágæða íslenskar sjávar­afurðir. Eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood er vöru­merkjafélagið Icelandic Trademark Holding ehf., sem er í eigu íslenska ríkisins, en Íslandsstofa hefur umsjón með daglegum rekstri félagsins.

Uppruna Icelandic vörumerkisins má rekja til stofnunar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH) árið 1942 og fagnar því 80 ára afmæli í ár. Strax frá byrjun var markið sett hátt í gæðamálum og með árunum öðlaðist vörumerkið Icelandic fastan sess víða um lönd og varð þekkt sem vörumerki hágæða sjávarafurða.

rich text image

Stefna Icelandic er að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða og þjónustu á erlendum mörkuðum á grundvelli gæða, sjálfbærni og uppruna. Ávinningur af rekstri félagsins skal allur nýttur í að vekja athygli á íslenskum sjávarútvegi og Icelandic vörumerkjunum. Þannig er vörumerkið nýtt í þágu íslensks sjávarútvegs í heild sem samrýmist markmiði Framtakssjóðs Íslands með gjöf Icelandic vörumerkjanna til íslensku þjóðarinnar.
Sjá vef Icelandic

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding, sigridur@icelandic.com

80 ára saga um gæði Icelandic vörumerkisins

Sjá allar fréttir