Fyrir íslenskan útflutning

Framtíð­ar­stefna

Framtíð­ar­stefna

Íslandsstofa vann á árinu 2019 langtímastefnumótun fyrir íslenskan útflutning fyrir hönd atvinnulífs og stjórnvalda. Alls komu um 400 manns að gerð þessarar stefnumótunar með beinum hætti í gegnum 13 vinnustofur sem haldnar voru um allt land og með fulltrúum helstu útflutningsgreina landsins.

feature image

Stefnumótun til framtíðar

Í nýjum lögum um Íslandsstofu sem sett voru 2018 var stofunni falið að móta langtímastefnu um aukningu útflutningstekna. Stefnumótunin skyldi kveða á um áherslur í markaðsstarfi Íslands á erlendum mörkuðum, velja markaðssvæði og skilgreina mælanleg markmið til að hægt sé að meta árangur.

Lesa meira

feature image

Útflutnings- og markaðsráð

Í lögum um Íslandsstofu er kveðið á um Útflutnings- og markaðsráð sem skipað skal 31 fulltrúa. Hlutverk ráðsins er að marka, samþykkja og fylgjast með framkvæmd á langtímastefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir markaðssetningu og útflutning.

Lesa meira

feature image

Staða árangursviðmiða

Samkvæmt lögum um Íslandsstofu skal langtímastefnumótunin móta meginmarkmið þess markaðsstarfs sem Íslandsstofa sinnir á erlendum mörkuðum. Stefnan skal fela í sér markmið og áherslur á einstökum markaðssvæðum og varðandi einstakar atvinnugreinar og fela í sér mælanleg árangursmarkmið.

Skoða stöðu árangursviðmiða

Framtíðarstefna fyrir íslenskan útflutning