Framtíðarsýn, drifkraftar og árangursviðmið​

Árang­ur­s­viðmið

Árang­ur­s­viðmið

Framtíðarsýn stefnumótunar fyrir íslenskar útflutningsgreinar er að Ísland verði þekkt sem leiðandi land á sviði sjálfbærni. Það er háleit en raunsæ framtíðarsýn en til að hún rætist þarf að skilja hvað felst í því að vera sjálfbært land.

78 stig

NPS erlendra ferðamanna

17. sæti

Samkeppnishæfni Íslands

812

Fjöldi erlendra sérfræðinga

Tilgangur árangursviðmiðanna er að setja í samhengi þann heildarárangur sem þarf að nást á öllum stefnumarkandi áherslum svo hægt sé að ná því lykilmarkmiði að Íslandi sé þekkt sem leiðandi landi í sjálfbærni.

Árangursviðmiðin voru skilgreind í því skyni að styðja við framtíðarsýnina og byggja á eftirfarandi drifkröftum:

  • Efnahagur: Meiri verðmætasköpun og aukin útflutningsverðmæti

  • Samfélag: Framsækið samfélag, eftirsótt til búsetu og atvinnu

  • Umhverfi: Minna umhverfisspor atvinnurekstrar í útflutningi

  • Nýsköpun: Áhersla á nýjar lausnir í þágu sjálfbærrar þróunar

  • Vitund og viðhorf: Aukin þekking og eftirspurn

Staða árangursviðmiða

1764
  • Þróun í samræmi við viðmið

  • Afturför og staða undir viðmiðum

  • Stöðnun og óvíst að viðmið náist

Staða árangursviðmiða

Viðmiðin eru sett fram með litakerfi þar sem græn ör merkir að þróun sé í samræmi við árangursviðmið, gul lína að óvíst sé að viðmið náist vegna stöðnunar og rauð ör merkir að staða sé undir væntingum viðmiðs. Þegar mælikvarði er byggður á niðurstöðu viðhorfskannana er stuðst við vísitölunálgun. Heildarstöðu árangursviðmiðanna má sjá hér á grafinu til hægri en undirliggjandi mælikvarði má finna hér að neðan.

Skoða stöðu árangursviðmiða