Markaðsverkefni
Film in Iceland
Film in Iceland
Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sem tökustað.
Ísland er vænlegur tökustaður
Verkefni Film in Iceland er að kynna kynna Ísland sem vænlegan tökustað, 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, innviði íslenska kvikmyndaumhverfisins og að taka við fyrirspurnum erlendra framleiðanda og aðstoða þá eftir fremsta megni.
Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sem tökustað en meðal verkefna sem tekin hafa verið að hluta á Íslandi á allra síðustu árum eru Prometheus í leikstjórn Ridley Scott, 2. hluti sjónvarpsþáttaraðarinnar Game of Thrones, Flags of Our Fathers í leikstjórn Clint Eastwood, Batman Begins í leikstjórn Christophers Nolan og James Bond, Die Another Day í leikstjórn Lee Tamahor. Þessi verkefni hafa skilað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú.
Kvikmyndaverkefni á Íslandi
Fjöldi starfa í kringum stór kvikmyndaverkefni geta skipt hundruðum, seldar eru þúsundir gistinátta á hótelum, tugir bílaleigubíla eru í útleigu auk annarrar þjónustu af ýmsum toga.
Þá hefur tekist gott samstarf á milli Íslandsstofu og hinna erlendu framleiðendenda um kynningu á Íslandi í aðdraganda frumsýningar þeirra mynda sem hafa verið teknar upp hér á landi, sem kemur ferðaþjónustu mjög til góða.
Viltu vita meira?
Film in Iceland
Kynntu þér verkefni Film in Iceland.