ferðaþjónusta bakgrunnur

Útflutningsgreinar

Ferða­þjón­usta

Ferðaþjónusta

Tryggjum sjálfbæran vöxt ferðaþjónustu um land allt í krafti gæða og fagmennsku.

fólk að labba með töskur

Markaðssetning fyrir áfangastaðinn Ísland

Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarin ár, og er nú ein helsta stoð útflutningstekna landsins. Íslandsstofa sinnir kynningu og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi. Markaðsstarfið miðar að laða til landsins erlenda gesti, bæta viðhorf og auka vitund um Ísland sem heilsársáfangastað í því skyni auka framlegð ferðaþjónustu, í nánu samstarfi við markaðsstofur landshlutanna og fjölda fyrirtækja í greininni.

Markaðsaðgerðir

Verkefni á sviði ferðaþjónustu

feature image

Ísland - Saman í sókn

Með markvissum aðgerðum síðastliðin tvö ár hefur tekist að verja samkeppnisstöðu Íslands í mjög erfiðu árferði, og styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar.


Tilgangur markaðsverkefnisins Ísland - Saman í sókn er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina á miklum umbrotatímum.

Lesa meira

feature image

Meet in Reykjavík - Iceland Convention Bureau

Markmið Meet in Reykjavík er að styrkja ímynd Íslands og Reykjavíkur sem áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði (MICE).


Félagið var sameinað Íslandsstofu árið 2020 og er nú rekið sem sjálfstætt verkefni þar.

Lesa meira

feature image

Söluviðburðir erlendis

Að jafnaði stendur Íslandsstofa fyrir þátttöku Íslands í um 30 sýningum og vinnustofum erlendis á sviði ferðaþjónustu.


Má þar nefna sýningar á borð við ITB Berlin, Top Resa í París og World Travel Market í London. Einnig eru sóttar vinnustofur í um 20 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku ár hvert.

Lesa meira

feature image

Verkfærakistan

Verkfærakistan er hugsuð sem þjálfunartól fyrir erlenda söluaðila þegar kemur að markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi.

Markmiðið er að fræða erlenda söluaðila um Ísland sem áfangastað, auka þekkingu á landi og þjóð og stuðla að ábyrgri ferðahegðun.

Skoða vef Travel Trade

feature image

Markhópar áfangastaðarins

Hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar hafa hér tækifæri á að nálgast þekkingu og dýpka skilning sinn á þeim markhópum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir íslenska ferðaþjónustu, ásamt leiðbeiningum um hvernig hægt sé að skerpa betur á markaðssetningunni.

Kynntu þér þína bestu viðskiptavini

Skráðu þig á póstlistann

Fáðu fréttir af viðburðum og markaðsaðgerðum framundan og skráðu þig á póstlistann okkar. Skrá mig núna

Ferðaþjónusta

Viltu vita meira?

Kynntu þér verkefnin okkar innan ferðaþjónustu.

Oddný Arnarsdóttir

Fagstjóri ferðaþjónustu

oddny@islandsstofa.is

Sjá alla tengiliði við erlenda markaði á sviði ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta