Útflutningsgreinar
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta
Tryggjum sjálfbæran vöxt ferðaþjónustu um land allt í krafti gæða og fagmennsku.
Markaðssetning fyrir áfangastaðinn Ísland
Ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarin ár, og er nú ein helsta stoð útflutningstekna landsins. Íslandsstofa sinnir kynningu og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi. Markaðsstarfið miðar að laða til landsins erlenda gesti, bæta viðhorf og auka vitund um Ísland sem heilsársáfangastað í því skyni auka framlegð ferðaþjónustu, í nánu samstarfi við markaðsstofur landshlutanna og fjölda fyrirtækja í greininni.
Markaðsaðgerðir
Verkefni á sviði ferðaþjónustu
Ísland - Saman í sókn
Með markvissum aðgerðum síðastliðin tvö ár hefur tekist að verja samkeppnisstöðu Íslands í mjög erfiðu árferði, og styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar.
Tilgangur markaðsverkefnisins Ísland - Saman í sókn er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina á miklum umbrotatímum.
Söluviðburðir erlendis
Að jafnaði stendur Íslandsstofa fyrir þátttöku Íslands í um 30 sýningum og vinnustofum erlendis á sviði ferðaþjónustu.
Má þar nefna sýningar á borð við ITB Berlin, Top Resa í París og World Travel Market í London. Einnig eru sóttar vinnustofur í um 20 borgum í Evrópu og Norður-Ameríku ár hvert.
Skráðu þig á póstlistann
Fáðu fréttir af viðburðum og markaðsaðgerðum framundan og skráðu þig á póstlistann okkar. Skrá mig núna
Ferðaþjónusta
Viltu vita meira?
Kynntu þér verkefnin okkar innan ferðaþjónustu.
Sjá alla tengiliði við erlenda markaði á sviði ferðaþjónustu