Loading…
skruna

Við viljum vinna með þér

Íslandsstofa

Íslandsstofa er öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Hlutverk hennar er að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.

Meira um Íslandsstofu

Bein erlend fjárfesting

Fjárfestingar

Fjárfestingarsvið Íslandsstofu hefur það hlutverk að laða beina erlenda fjárfestingu til Íslands. Fjárfestingarsvið sinnir kynningar- og markaðsstarfi erlendis.

Nánar um fjárfestingar

Ertu að hefja útflutning?

Útflutningur

Hlutverk útflutningssviðs er að auka eftirspurn eftir íslenskum vörum og þjónustu hjá öllum útflutningsgreinum og greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi, hvort sem er á vörum eða þjónustu og á sviði skapandi greina.

Meira um útflutning

Áfangastaðurinn Ísland

Áfangastaðurinn

Íslandsstofa sinnir kynningu og markaðsstarfi á áfangastaðnum Íslandi. Markaðsstarfið miðar að laða til landsins erlenda gesti, bæta viðhorf og auka vitund um Ísland sem heilsársáfangastað. Unnið er náið með markaðsstofum allra landshlutanna og fjölda fyrirtækja í ferðaþjónustu. Allt markaðsstarf fer fram undir merkjum Inspired by Iceland.

Meira um áfangastaðinn

Viðburðir

Ísland - Saman í sókn

Ísland – saman í sókn er markaðsverkefni fyrir íslenska ferðaþjónustu og er hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Ríkissjóður mun veita verkefninu 1.500 m.kr. í samræmi við fjáraukalög fyrir árið 2020 sem heimila gerð samnings við Íslandsstofu um samræmt kynningar- og markaðsstarf erlendis á árunum 2020–2021.

Ísland - Saman í sókn

Langtímastefnumótun

Íslandsstofa hefur unnið nýja stefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Stefnumótunin er unnin fyrir hönd utanríkisráðuneytisins í nánu samráði við íslenskar atvinnugreinar. Alls komu um 400 manns að vinnunni með beinum hætti í gegnum 13 vinnustofur sem haldnar voru um allt land og með fulltrúum helstu útflutningsgreina landsins.

Langtímastefnumótun

Verkefni

Við kynnum Ísland sem áfangastað erlendra ferðamanna og upprunaland lifandi menningar og skapandi greina. Við kynnum Ísland sem upprunaland hreinna og heilnæmra afurða úr sjó og af landi og örvum eftirspurn eftir íslenskri vöru og þjónustu. Við kynnum Ísland sem góðan kost fyrir erlenda fjárfestingu, og sem spennandi tökustað erlendra kvikmynda.

Skoða fleiri verkefni