Gróska, Vatnsmýri 1
511 4000
104 Reykjavík
info@islandsstofa.is
Útflutningsgreinar
Áherslusvið í útflutningi
Áherslusvið í útflutningi
Á árinu 2021 starfaði Íslandsstofa innan sex áherslugreina í útflutningi. Mikil fjölbreytni og umsvif einkenndu þennan tíma, öflugt markaðsstarf var unnið og ný verkefni litu dagsins ljós.

Orka og grænar lausnir
Endurnýjanleg orka hefur lengi verið einn af hornsteinum íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Þekking og reynsla íslenskra fyrirtækja á sviði orkunýtingar hefur jafnframt ýtt undir spennandi nýsköpun á sviði grænna lausna sem nýst geta víða um heim.
Lesa meira um verkefnin á þessu sviði

Hugvit, nýsköpun og tækni
Vöxtur framtíðar þarf að byggja á hugvitsdrifnum útflutningsgreinum fremur en greinum sem byggja á náttúrulegum auðlindum sem takmörk eru sett. Vísindþorpið í Vatnsmýrinni leit dagsins ljós á árinu.
Lesa meira um verkefnin á árinu

Listir og skapandi greinar
Í ágúst 2021 var undirritaður samningur á milli Íslandsstofu og mennta- og menningarmálaráðuneytisins, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytisins og forsætisráðuneytisins um markaðsverkefni skapandi greina undir heitinu Skapandi Ísland.
Lesa meira um verkefnin á árinu

Ferðaþjónusta
Á árinu 2021 lagði Íslandsstofa áherslu á að viðhalda vitund um áfangastaðinn meðal markhóps erlendis með markaðsaðgerðum og standa vörð um viðskiptatengsl sem fyrirtæki í greininni hafa byggt upp undanfarin ár með tengslastarfi og viðburðum.
Lesa meira um verkefnin á árinu

Sjávarútvegur
Íslandsstofa hefur unnið náið með íslenskum sjávarútvegi þegar kemur að markaðsmálum. Seafood from Iceland stóð fyrir markaðsherferð í Frakklandi á árinu undir nafninu „Le Fishmas“ sem byggði á vel heppnaðri herferð í Bretlandi frá árinu áður sem kallaðist Fishmas.
Lesa meira um verkefnin á árinu

Matvæli og náttúruafurðir
Íslenskir framleiðendur matvæla, drykkjarvara, húð- og næringarvara hafa nýtt sér íslenskan uppruna og tengsl við ímynd landsins og hreinleika íslenskrar náttúru til aðgreiningar fyrir vörur sínar á erlendum mörkuðum.