Útflutningsgreinar
Sjávarútvegur
Sjávarútvegur
Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.

Samstarf í sjávarútvegi
Íslenskur sjávarútvegur hefur lengst af verið okkar öflugasta útflutningsgrein og máttarstólpi í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Vexti greinarinnar eru þó takmörk sett frá náttúrunnar hendi og því er nauðsynlegt að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða með samræmdu markaðsstarfi á grundvelli uppruna, sjálfbærni og nýsköpunar.
Íslandsstofa hefur unnið náið með íslenskum sjávarútvegi þegar kemur að markaðsmálum. Má þar nefna þjónustu vegna sjávarútvegssýninga, ýmis konar fræðslu og kynningarfundi. Frá árinu 2010 hefur Íslandsstofa unnið með greininni að sameiginlegum markaðsverkefnum.
Seatech by Iceland
Í byrjun september tók Íslandsstofa þátt í Global Fishery Forum & Seafood EXPO í Pétursborg ásamt 9 íslenskum fyrirtækjum á sviði sjávarútvegstækni undir merkjum Seatech by Iceland. Sjávarútvegsráðherra Íslands var með í för en samhliða sýningunni fór fram málstofa sem Sendiráð Íslands í Moskvu og Íslandsstofa stóðu fyrir. Sjá nánar
Áherslumarkaðir
Bretland, Frakkland og Suður Evrópa

Seafood from Iceland
Seafood from Iceland stóð fyrir markaðsherferð í Frakklandi á árinu undir nafninu „Le Fishmas“ sem byggði á vel heppnaðri herferð í Bretlandi frá árinu áður. Birtingar á Le Fishmas í Frakklandi voru um 13 milljónir og áhorf á myndbönd tæpar 3 milljónir. Við upphaf herferðarinnar var slegið upp Le Fishmas-veislu í París í samstarfi við sendiráð Íslands. Viðburðurinn var haldinn í sendiherrabústaðnum og voru boðsgestir fjölmiðlafólk, áhrifavaldar og fulltrúar frá kaupendum á franska markaðnum.
Í Bretlandi var haldinn vel heppnaður kynningarfundur með kaupendum í glæsilegum húsakynnum Fishmongers ´Hall, London í samstarfi við sendiráð Íslands. Þá var íslenskur fiskur kynntur í “National Fish and Chips Day” í samstarfi við valda söluaðila.
Kokkar framtíðar
Suður Evrópa er mikilvægur markaður fyrir íslenskan fisk, aðallega saltfisk. Í nóvember fór fram keppni í kokkaskóla í Porto á undir merkjum Bacalhau da Islandia. Þar kepptu matreiðslunemar frá fjórum skólum í Norður-Portúgal um það hver eldar besta fiskréttinn úr íslenskum saltfiski.
Portúgalir eru lunknir við það að nýta alla hluta þorsksins og margt sem má læra ef þeim þar.