Markaðsstarf
Markaðsverkefnin
Markaðsverkefnin
Á árinu 2021 var unnið ötult markaðsstarf á hinum ýmsum sviðum útflutnings. Hér má sjá brot.

Inspired by Iceland í Norður Ameríku
Heiti verkefnisins var breytt á árinu úr Iceland Naturally í Inspired by Iceland NA. Sú breyting var gerð í þeim tilgangi að einfalda ásýnd erlendra vörumerkja og nýta þá fjárfestingu sem varið hefur verið til uppbyggingar Inspired by Iceland vörumerkisins. Tveir Taste of Iceland viðburðir fóru fram á árinu, í Seattle og Toronto þar sem boðið var upp á tónleika, íslenskan mat, bókakynningar og fleira.

Almannatengsl
Samstarf Íslandsstofu við almannatengslaskrifstofur erlendis og markaðsherferðir gaf af sér yfir 5000 umfjallanir um Ísland á síðasta ári. Ísland var töluvert í kastljósinu vegna eldgossins í Fagradal, vegna orkumála, fyrir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni og síðan vegna afléttingu ferðatakmarkanna.