Útflutningsgreinar

Listir og skapandi greinar

Listir og skapandi greinar

Á undanförnum árum hefur verið öflugur vöxtur í útflutningsverðmætum skapandi greina.

rich text image

Tímamótasamningur fyrir skapandi greinar

Þann 11. ágúst var undirritaður samningur á milli Íslandsstofu og mennta- og menningarmálaráðuneytisins, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytisins og forsætisráðuneytisins um markaðsverkefni skapandi greina undir heitinu Skapandi Ísland. Verkefninu er ætlað að efla vitund um íslenskar listir og skapandi greinar á erlendum mörkuðum, auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum hér á landi og styðja við útflutning íslenskra listamanna og innan skapandi geira. Áherslur verkefnisins snúa meðal annars að kynningu á hátíðum á Íslandi erlendis, skipulögðum blaðamannaferðum í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina og þátttaka í kaupstefnum og fagviðburðum á vegum miðstöðvanna.   

Blaðamenn og listrænir stjórnendur 

Í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands bauð Íslandsstofa blaðamönnum frá Frakklandi til landsins í tengslum við sýningu kvikmyndarinnar Dýrið. Þá var erlendum blaðamönnum og alþjóðlegum fagaðilum boðið til landsins í samstarfi við Reykjavík International Film Festival. HönnunarMars sendi  jafnframt völdum erlendum blaðamönnum íslenska hönnunarvöru að gjöf í samstarfi við Íslandsstofu.  

Íslandsstofa kynnti íslenskar tónlistarhátíðir í samstarfi við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN). Umfangsmikil kynning var á „Live from Reykjavik“ sem var samstarfsverkefni Íslandsstofu, ÚTÓN og Iceland Airwaves. Samstarfið skilaði umfjöllun í 137 miðlum. Samtals birtust yfir 400 greinar í erlendum fjölmiðlum um listir og skapandi greinar erlendis sem rekja má beint til samstarfs Íslandsstofu og miðstöðva skapandi greina. 

Kaupstefnur og fagviðburðir  

Íslandsstofa tók þátt í skipulagningu Bransadaga í samstarfi við ÚTÓN, Tónlistaborgina Reykjavík og STEF. Þar bauðst erlendum fagaðilum að kynna sér íslensku tónlistarsenuna og tengjast fagfólki á Íslandi. Íslandsstofa og ÚTÓN tóku jafnframt þátt í tónlistarkaupstefnunni WOMEX til þess að kynna íslenskt tónlistarfólk.  

Íslandsstofa og Miðstöð íslenskra bókmennta unnu saman að kynningum á íslenskum rithöfundum með ARD  sjónvarpsstöðinni í Þýskalandi í tengslum við þátttöku í Bókamessuni í Frankfurt sem fór fram við óvenjulegar aðstæður. Þá var fagaðilum í sviðslistum boðið til landsins til að kynna sér Reykjavik Dance Festival og listahátíðina Lókal. 

Listir og skapandi greinar

Upptaka kvikmynda og tónlistar á Íslandi

feature image

Film in Iceland

Mikið var um erlend kvikmyndaverkefni á Íslandi árið 2021, þó flest þeirra stoppuðu stutt. Samanlögð heildarvelta innlendra og erlendra framleiðsluverkefna hefur þó aldrei verið jafn mikil og árið 2021 og fór í fyrsta skipti yfir 20 milljarða, eða 20.712 milljónir.


Sem dæmi um verkefni síðasta árs má nefna: Dr. Strange, Against the Ice, The Witcher, The Flight Attendant, The Northman, Entrapped, Antman, Transformers, The Marvels, Top Gear, Siblings, Katla, og The Bachelor. 

Sjá vef Film in Iceland

feature image

Record in Iceland

Record in Iceland er kynningarátak á vegum ÚTÓN vegna endurgreiðslu hljóðritunarkostnaðar sem fellur til á Íslandi og er unnið í samvinnu við Íslandsstofu. Film in Iceland og Record in Iceland héldu sameiginlegan kynningarfundi á erlendum vettvangi í góðu samstarfi við sendiráð Íslands erlendis.
Mikil samlegð er með verkefnunum sem að hafa það sameiginlega tilgang að styðja við og styrkja innviði lista og skapandi greina með því að laða að erlend fagfólk til að hljóðrita tónlist og taka upp kvikmyndir á landinu. 

Sjá vef Record in Iceland

Ársskýrsla 2021 listir og skapandi greinar