Markaðsverkefni

Inspired by Iceland NA

Inspired by Iceland NA

Inspired by Iceland NA (áður Iceland Naturally) er markaðs- og kynningarverkefni aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku.

rich text image

Ísland í Norður Ameríku

Markmið verkefnisins er að auka áhuga á Íslandi, íslenskum afurðum og þjónustu og á Íslandi sem áfangastað. Auk Íslandsstofu eru Icelandic Trademark Holding, Icelandair, Bláa lónið, Isavia, Reyka Vodka, Icelandic Lamb, Icelandic Glacial Water, Reykjavíkurborg, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Icelandic Provisions, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið aðilar að verkefninu. 

Heiti verkefnisins var breytt á árinu úr Iceland Naturally í Inspired by Iceland NA. Sú breyting var gerð til að einfalda vörumerkjaflóru Íslandsstofu og nýta þá fjárfestingu sem varið hefur verið til uppbyggingar Inspired by Iceland vörumerkisins. Nýr vefur verkefnisins var settur upp á léninu inspiredbyiceland.com og samfélagsmiðlar Iceland Naturally og Inspired by Iceland sameinaðir undir merkjum Inspired by Iceland. Heildarfjöldi fylgjenda á samfélagsmiðlum er rúmlega ein milljón.   

Taste of Iceland viðburðir

Í ljósi aðstæðna var minna um viðburði en áætlanir gerðu ráð fyrir. Landkynningarviðburðurinn Taste of Iceland í fór fram í Seattle dagana 14. -17. október. Dagskráin samanstóð af tónleikum með Laufey Lin, kvikmyndasýningu á mynd Andra Snæs, The Third Pole, námskeiði gerð hanastéla, auk þess sem kynntur var íslenskur matseðill í samstarfi við matarvagna í borginni.  

rich text image

Taste of Iceland í Toronto fór fram 2. – 5. desember. Íslendingar gátu þá aftur ferðast vestur um haf og hátíðin hófst á tónleikum með Vök og Árný Margrét sem spiluðu á hinum sögufræga tónleikastaðnum El Mocambo. Jósa Goodlife stóð fyrir jógaviðburðinum Soundbath þar sem færri komust að en vildu. Andri Snær sat fyrir svörum við sýningu á  með myndinni sinni „Third pole“ Rithöfundarnir Einar Kárason og Þóra Hjörleifsdóttir ræddu jólabókaflóðið við kanadíska rithöfundinn Shari Lepana. Taste of Iceland bauð einnig Toronto búum á skauta í miðborg Toronto þar sem Hermigervill lék íslenska tónlist í samstarfi við Útón og Reyka Vodka bauð uppá kokteila fyrir gesti og gangandi. Á öllum helstu viðburðum gafst gestum tækifæri til að vinna ferð til Íslands með Icelandair. 

Sjá vef Inpiredbyiceland

Ársskýrsla 2021 - Inspired by Iceland North America