Markaðssetning sjávarafurða

Vörumerkið Icelandic

Vörumerkið Icelandic

Gæði og íslenskur uppruni sjávarafurða.

rich text image

Icelandic Trademark Holding ehf.

Icelandic vörumerkið stendur fyrir gæði og íslenskan uppruna og undir vörumerkinu hefur verið byggð upp áratugalöng þekking og dýrmæt tengsl við markaðssetningu sjávarafurða erlendis.

Íslandsstofa tók við rekstri félagsins Icelandic Trademark Holding ehf. (ITH) á miðju ári 2020. Félagið er eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood sem eiga sér nær átta áratugalanga sögu í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða erlendis.  

Á seinni hluta 2020 og í byrjun 2021 var ráðist í stefnumörkun hjá félaginu í samráði við eiganda þess íslenska ríkið. Fyrri stefna sem laut að útvíkkun Icelandic vörumerkisins fyrir breiða línu íslenskra vara erlendis reyndist félaginu kostnaðarsöm og skilaði ekki því sem lagt var upp með. Megininntakið í nýrri stefnu ITH lýtur að því að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum á grundvelli gæða, sjálfbærni og uppruna. Í nýju stefnunni er gert ráð fyrir að skráningar á vörumerkjunum Icelandic og Icelandic Seafood miðist við kjarnastarfsemi ITH, þ.e. íslenskar sjávarafurðir, ásamt tengdum afurðum og þjónustu. 

Nýir samningar sem gerðir voru hjá félaginu í lok árs 2020 og byrjun árs 2021 eru í anda nýrrar stefnu félagsins og hafa þeir styrkt rekstrargrundvöll ITH til framtíðar. Þá hefur verið dregið verulega úr rekstrarkostnaði undanfarin misseri. Á árinu 2021 varð hagnaður af starfsemi félagsins eftir taprekstur undangenginna ára og sjóðstreymi var jákvætt. 

Sjá vef Icelandic

Ársskýrsla 2021 - Icelandic Trademark holding ehf.