Útflutningsgreinar

Hugvit og tækni

Hugvit og tækni

Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um hlut hugvits í hagvaxtaraukningu framtíðar.

rich text image

Háleit markmið

Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um hlut hugvits í hagvaxtaraukningu framtíðar. Fyrir því liggja einfaldar ástæður – vöxtur framtíðar þarf að byggja á hugvitsdrifnum útflutningsgreinum fremur en greinum sem byggja á náttúrulegum auðlindum sem takmörk eru sett. 

Í könnunum sem Íslandsstofa hefur látið framkvæma um viðhorf og vitund neytenda á okkar helstu mörkuðum erlendis skorar Ísland lægra en viðmiðunarlönd  þegar kemur að þáttum sem snúa að viðskiptaumhverfi og nýsköpun. Markaðsstarf Íslandsstofu miðar að því að gera Ísland að eftirsóttum stað til lifa, mennta sig og starfa, ekki síður en til rannsókna, þróunar, og fjárfestinga. 

Áherslur á árinu 2021

Íslandsstofa framkvæmdi í fyrsta sinn könnun á rekstrarumhverfi íslenskra tæknifyrirtækja. Niðurstöður hennar gáfu vísbendingu um sterka stöðu og mikla vaxtarmöguleika fyrirtækja á þessu sviði. Áföll ársins 2020 virtust ekki hafa mikil áhrif á áætlanir þeirra, og þau hugðust fjölga starfsfólki um 14% á árinu, á sama tíma og hátt atvinnuleysi ríkti í fjölmennum starfsstéttum.  

Tvær viðskiptasendinefndir voru gerðar út á viðburði á Norðurlöndunum í góðu samstarfi við sendiskrifstofur Íslands í viðkomandi löndum.  Á TechBBQ í Kaupmannahöfn voru ríflega 30 fyrirtæki með í för og á SLUSH ráðstefnuna í Helsinki mætti sendinefnd 80 einstaklinga frá 50 íslenskum tæknifyrirtækjum.  

Nordic Amplify er samstarfsverkefni norðurlandanna sem miðar að því að tengja saman heilsutæknilausnir frá Norðurlöndunum við kaupendur í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fór fram rafrænt að þessu sinni, en tvö Íslensk fyrirtæki á sviði heilsutækni voru valin inn í hóp norrænna fyrirtækja sem gafst kostur á að kynna vöru sína fyrir kaupendum heilsutæknilausna í Bandaríkjunum.   

Hugvit og tækni

Vísindaþorpið í Vatnsmýri

feature image

Reykjavik Science City

Markaðsverkefninu Reykjavík Science City var hleypt af stokkunum á árinu. Að verkefninu koma Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og Vísindagarðar. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði eftirsóttur staður til rannsókna, þróunar og fjárfestinga auk þess að laða erlend fyrirtæki og sérfræðinga til landsins.


Í Vísindaþorpinu verður lögð áhersla á uppbyggingu svokallaðrar grænnar og blárrar tækni (e. Greentech og e. Bluetech) og lífvísinda en Íslendingar hafi þegar aflað sér mikillar þekkingar á þeim sviðum og eiga þar inni öflug tækifæri. Háskólasvæðinu í Reykjavík er þannig komið á framfæri sem miðpunktur nýsköpunar og tækniþróunar á Íslandi.  

Sjá vef Reykjavik Science City

Ársskýrsla 2021 - hugvit, nýsköpun og tækni