Samstarfsvettvangur

Heims­torgið

Heimstorgið

Fjölmörg tækifæri eru í samstarfi fyrir íslensk fyrirtæki í uppbyggingaverkefnum í þróunarlöndum.

rich text image

Heimstorg Íslandsstofu

Heimstorgið er upplýsinga- og samskiptagátt þar sem hægt er að finna tækifæri og fjármögnunarleiðir fyrir íslensk fyrirtæki í þróunarlöndum og víðar, meðal annars í gegnum alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að.  

Heimsmarkmiðasjóður utanríkisráðuneytisins er dæmi um sjóð sem Heimstorgið vinnur náið með. Sjóðurinn styður við uppbyggingarverkefni í þróunarlöndum. Á meðal íslenskra fyrirtækja sem hafa fengið styrk úr sjóðnum má nefna Áveituna, Kerecis, Creditinfo, 66° Norður, Fisheries Technologies og BBA // Fjeldco. Annar sjóður er Uppbyggingarsjóður EES sem styður við uppbyggingu í 14 löndum Evrópu. Einnig kynnir Heimstorgið norræna viðburði um viðskiptatækifæri hjá Sameinuðu þjóðunum. 

Starfsemi Heimstorgsins byggir meðal annars á stefnu stjórnvalda um þróunarsamvinnu – þar sem síaukin krafa er gerð um þátttöku atvinnulífsins. Heimstorgið er afrakstur samstarfs Íslandsstofu og utanríkisráðuneytisins og kemur í kjölfar samkomulags um Þjónustuborð atvinnulífsins sem undirritað var í lok árs 2020.

www.heimstorg.is 

Ársskýrsla 2021 Heimstorgið