Bein erlend fjárfesting

Erlendar fjárfest­ingar

Erlendar fjárfestingar

Íslandsstofa hefur það lögbundna hlutverk að laða erlenda fjárfestingu til landsins, upplýsa erlenda fjárfesta um kosti Íslands og vera stjórnvöldum til ráðgjafar um það.  

rich text image

Árið 2021 í hnotskurn

Í kjölfar þess að lög um almennar ívilnanir vegna nýfjárfestinga runnu út 2020 hafa stjórnvöld lagt tvíþætta áherslu á auknar ívilnanir vegna rannsókna og þróunar annars vegar og á sérstakar ívilnanir vegna grænna fjárfestinga hins vegar. Nokkur stór verkefni eru í virkri skoðun sem falla undir grænar fjárfestingar og orkuskipti. 

Samstarf Íslandsstofu við landshlutasamtökin hefur verið eflt með auknu samtali og samráði. Samtökin gegna mjög mikilvægu hlutverki við að skilgreina tækifæri hvert í sínum landshluta og veita upplýsingar og aðstoð vegna verkefna sem leita staðsetningar. 

Nýfjárfestingar

Í kjölfar breyttra áherslna varðandi ívilnanir vegna nýfjárfestinga hefur Íslandsstofa einnig átt afar gott samstarf við stjórnvöld um leiðir til að bæta samkeppnishæfni Íslands almennt og gera markaðsstarf markvissara með vel skilgreindum tækifærum. Græni dregillinn er vinnuheiti á samráðshópi lykilráðuneyta og -stofnana sem koma að viðskiptaumhverfi og framgangi stærri fjárfestingaverkefna.  

Með slíku samstarfi, sem er að hluta til byggt á fyrirmynd frá frændþjóðum á hinum Norðurlöndunum, er kominn öflugur vettvangur til að straumlínulaga ferla, bæta svörun og þjónustu og styðja við framgang mikilvægra verkefna sem falla að stefnu stjórnvalda um sjálfbæran vöxt og loftslagsmarkmið. Sem lið í þessum hefur Íslandsstofa leitt samstarf við stjórnarráðið, sveitarfélagið Norðurþings og Landsvirkjun um mögulega þróun svokallaðra grænna iðngarða á Íslandi (eco-industrial parks) með Bakka við Húsavík sem tilraunaverkefni.  

Ársskýrsla 2021 - Beinar erlendar fjárfestingar