Markaðsaðgerðir

Almanna­tengsl

Almannatengsl

Fjöldi erlendra umfjallana kemur til vegna samstarf Íslandsstofu við fjölmiðla og almannatengslaskrifstofur á lykilmörkuðum.

rich text image

Ísland í sviðsljósinu

Íslandsstofa vinnur með almannatengslaskrifstofum í Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum til þess að skapa sem mesta umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum, svara fyrirspurnum frá erlendum miðlum og halda utan um viðtöl og skipulag blaðamannaferða. Áherslur eru þríþættar:  

  • Kynna áfangastaðinn Ísland 

  • Kynna Ísland sem leiðandi land í sjálfbærni 

  • Kynna íslenska menningu og viðburði sem eru áhugaverðir fyrir erlenda markaði  

Samstarf Íslandsstofu við almannatengslaskrifstofur erlendis gaf af sér alls 5000 umfjallanir um Ísland á síðasta ári. Ísland var töluvert í kastljósinu vegna eldgossins í Fagradal, vegna orkumála, fyrir góðan árangur í baráttunni gegn kórónuveirunni og síðan vegna afléttingu ferðatakmarkanna. Erlendir blaðamenn heimsóttu alla landshlutana en sex hópferðir voru skipulagðar í samstarfi við Íslandsstofu. Einnig var fjallað um ýmsar listrænar hátíðir og sérstök verkefni auk herferða. 

Ársskýrsla 2021 - Almannatengsl