Ljósmynd

Meet in Reykjavik

Meet in Reykjavik

Markmiðið er að styrkja ímynd Íslands og Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur og aðra alþjóðlega viðburði.

Tilvalinn staður fyrir alþjóðlega viðburði

Meet in Reykjavík – Iceland Convention Bureau, eða Ráðstefnuborgin Reykjavík, var stofnuð í febrúar 2012 í þeim tilgangi að styrkja ímynd Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði (e. MICE). Frumkvæði að stofnun þess höfðu Reykjavíkurborg, Icelandair Group og Harpa en alls komu fimmtán fyrirtæki að félaginu í upphafi.

Áramótin 2020 var sú ákvörðun tekin að færa Meet in Reykjavík (MiR) til Íslandsstofu sem hefur séð um rekstur þess síðan undir merkjum Meet in Reykjavík – Iceland Convention Bureau.

Markmið verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands og Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði, og auka hlutfall þeirra ferðamanna sem koma til landsins í þeim tilgangi allt árið um kring. Markaðsverkefnið er unnið í samræmi við leiðarljós í íslenskri ferðaþjónustu, útflutningsstefnu Íslands og ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.

Hvataferðamaðurinn 2,7 sinnum verðmætari

Talsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir áfangastaði að byggja upp orðspor og eftirspurn innan MICE markaðarins enda er hann talinn vera einn af lykildrifkröftum hagrænnar innspýtingar vegna arðbærni hans. Rannsóknir sýna enn fremur að þessi markaður styður við tæknilega framþróun, eflir viðskiptatækifæri og stuðlar að uppbyggingu sértækrar þjónustu og innviða. Samkvæmt greiningu sem KPMG vann fyrir Meet in Reykjavík, og kynnt var á ársfundi verkefnisins í apríl 2023, voru tekjur af ferðamönnum sem komu til landsins gagngert til að sækja MICE viðburði allt að 2,7 hærri en af hinum hefðbundna ferðamanni. Jafnframt styður MICE ferðaþjónusta við markmið um að draga úr árstíðabundinni sveiflu í ferðaþjónustu þar sem mikill meirihluti þeirra ferðamanna sækir landið heim utan háannar. Lesa meira

rich text image

Reykjavík Hótel Saga er einn samstarfsaðila Meet in Reykjavík en hótelið opnaði sumarið 2022.

Meet in Reykjavík – Iceland Convention Bureau markaðsverkefnið er opið öllum fyrirtækjum sem hafa hagsmuni af MICE ferðaþjónustu, eru með gild starfsleyfi og tryggingar.

Verkefni á árinu

MiR er hluti af ICCA samtökunum og hefur aðgang að þeirra gagnabanka um alþjóðlegar ráðstefnur. Í samstarfi við Hörpu vinnur verkefnið einnig með Sarah Flemming Associates að öflun upplýsinga um ráðstefnutækifæri sem hægt er að sækja til landsins. Tækifærin eru miðuð við styrkleika Íslands í þekkingar-, vísinda- og atvinnulífi. Send voru út 21 tilboð í alþjóðlegar ráðstefnur árið 2023 og voru 43% þeirra samþykkt. Rannsóknir sýna að um 25% umsókna eru staðfestar á endanum, en stundum þarf að sækja um í tví- eða þrígang og árangur ársins því mjög góður.

MiR sótti sýningarnar IMEX Frankfurt í maí, IMEX America í Las Vegas í október og IBTM World Barcelona í nóvember, sem allar eru sértækar sölusýningar fyrirtækja á MICE markaði. Samtals tóku 32 fyrirtæki þátt í þessum viðburðum og var mikil ánægja meðal þeirra með þátttökuna.

Rýnifundur var haldinn með samstarfsfyrirtækjum í nóvember 2023 og var hann mjög vel sóttur.

rich text image

Frá ársfundi Meet in Reykjavík 2023

Árangur

Góður árangur hefur náðst í ráðstefnusókn líkt og tölur um unnin boð sýna. Íslensk fyrirtæki hafa náð sterkt í gegn á þeim sýningum sem þau hafa sótt á vegum Meet in Reykjavík og alla jafna verið með fullar fundabækur alla daga. Þjónustukönnun sýnir jafnframt mikla ánægju meðal fyrirtækja með þjónustu Meet in Reykjavík í tengslum við vinnustofur og sýningar.

Í gegnum keyptar auglýsingabirtingar náðust yfir 5,8 milljón snertingar við markhóp, 458 þúsund áhorf á kynningarmyndbönd, 70 þúsund smellir á auglýsingar, og yfir 500 þúsund viðbrögð á samfélagsmiðlum.  

Sjá vef Meet in Reykjavik

Ársskýrsla 2023 - Meet in Reykjavik

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu