Ljósmynd

Íslenskir kokkar tóku yfir matseðilinn á vel völdum veitingastöðum í New York og Chicago og buðu upp á íslenska rétti.

Inspired by Iceland NA

Inspired by Iceland NA

Inspired by Iceland NA er markaðs- og kynningarverkefni aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku.

Ísland í Norður Ameríku

Inspired By Iceland: North America er markaðsverkefni fyrir íslenskar vörur og þjónustu á mörkuðum í Norður Ameríku. Verkefnið er framhald af Iceland Naturally verkefninu sem starfrækt var í yfir 20 ár. Verkefnið byggir á samstarfi Íslandsstofu og innlendra og erlendra fyrirtækja sem hafa hag af markaðssetningu á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu í Bandaríkjunum og Kanada. Helstu áherslur verkefnisins eru neytendaviðburðir undir nafninu Taste of Iceland í völdum borgum í Norður Ameríku ásamt samtengdum auglýsingaherferðum undir vörumerkinu Inspired by Iceland.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli fjölmiðla og almennings á Íslandi, íslenskum vörum og þjónustu í samstarfi og samráði við meðlimi verkefnisins.

Taste of Iceland viðburðir á árinu

Helstu aðgerðir verkefnisins árið 2023 voru fjórir Taste of Iceland viðburðir í Norður Ameríku. Viðburðirnir samanstóðu af fjölmiðlamóttöku, samstarfi við veitingastaði með áherslu á íslenskt hráefni (lambakjöt, fisk og skyr) og menningarviðburðum, s.s. tónleikum, bókmenntaviðburðum og kvikmyndasýningum. 

Einnig átti sér stað öflug markaðssetning á samfélagsmiðlum og í gegnum almannatengsl yfir árið. Hér fyrir neðan má sjá stutta samantekt á viðburðum ársins. 

rich text image

Lukkuhjólið er alltaf vinsælt enda ekki á hverjum degi sem býðst að vinna ferð til Íslands eða lúxusvörur frá Íslandi.

Washington, D.C. 8.-11. mars 

Dagsetningar hátíðarinnar hittu vel á þar sem 8. mars var „International Womens Day" og voru konur í miklum forgrunni á hátíðinni þetta árið. Eliza Reid og Sigríður Hagalín opnuðu hátíðina og fræddu íbúa Washington um bækur sínar, Sprakkar og Eldarnir. Ása Steinars ljósmyndari og áhrifavaldur fjallaði um Ísland og það að vera kona í sviðsljósinu. Tónlistakonurnar Eydís Evensen og Árný Margrét spiluðu á vel sóttum tónleikum í borginni ásamt hljómsveitinni LÓN. 

Helstu árangurstölur

 • Fjölmiðlabirtingar: 30 umfjallanir með dekkun upp á 125,2 milljónir

 • Samfélagsmiðlasnertingar: 2,1 milljón

 • Mæting á viðburði: 99% gesta sem fengu miða

New York 10.-13. maí 

Eftir nokkurra ára hlé var ákveðið að fara með Taste of Iceland aftur til New York. Hátíðin vakti mikla eftirtekt á þessu stóra markaðssvæði með fjölbreyttri dagskrá. Eliza Reid hélt fyrirlestur í Scandinavia House um bók sína, Sprakkar. Kokkar frá Michelin veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu tóku yfir veitingastaðinn Coarse í NY og buðu upp á íslenslan matseðil þar sem öll borð voru bókuð. Hljómsveitirnar GRÓA og Gugusar héldu tónleika fyrir troðfullum sal á hinum víðfræga tónleikastað Pianos. Einnig var röð menningarviðburða á vegum Mengis listamiðstöðvar og útgáfufélagsins Tunglsins víðs vegar um borgina. 

Helstu árangurstölur: 

 • Fjölmiðlabirtingar: 25 umfjallanir í fjölmiðlum með dekkun upp á 337,5 milljónir  

 • Samfélagsmiðlasnertingar: 4,5 milljónir

 • Mæting á viðburði: 95% gesta sem fengu miða

rich text image

Kokteilskólinn vekur alltaf mikla lukku á Taste of Iceland menningarhátíðinni

Chicago 7.-9. september 

Kokkarnir frá Moss tóku aftur yfir matseðlinn, í þetta skipti á veitingstaðnum Bistronomic.  

Eliza Reid hélt aftur kynningu um Sprakka og myndin Berdreymi var sýnd fyrir fullum sal þar sem Guðmundur Arnar sat fyrir svörum um myndina og kvikmyndagerð á Íslandi. Einnig voru haldnir tengslamyndunarviðburðir á vegum Útón, Record in Iceland og Film in Iceland, í samstarfi við almannatengslaskrifstofuna 2112, meðan á viðburðum stóð. JFDR og GRÓA spiluðu fyrir fullu húsi á tónleikastaðnum Martyrs. 

Helstu árangurstölur: 

 • Fjölmiðlabirtingar: 32 umfjallanir með dekkun upp á 229,8 milljónir  

 • Samfélagsmiðlasnertingar: 2,6 milljónir

 • Mæting á viðburði: 92% gesta sem fengu miða

rich text image

Hljómsveitin GRÓA kom fram á tónleikum Taste of Iceland í New York og Seattle

Seattle 5.- 7. október 

KEXP útvarpsstöðin er mikilvægur samstarfsaðili íslenskrar tónlistar og hélt hún vel sótta tónleika í samstarfi við Iceland Airwaves. Þar komu fram Daníel Hjálmtýsson og GRÓA, sem öll hafa vakið athygli í Bandaríkjunum undanfarið. Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hélt fyrirlestur um ferðir sínar um Ísland og Hi/Hæ verkefnið sem samanstendur af hönnuðum frá Íslandi og Seattle stóð að hönnunarsýningu í samstarfi við miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

Helstu árangurstölur: 

 • Fjölmiðlabirtingar: 28 umfjallanir með dekkun upp á 246,7 milljónir  

 • Samfélagsmiðlasnertingar: 2,1 milljón

 • Mæting á viðburði: 95% gesta sem fengu miða

Árangur

Árangur verkefnisins er mældur í fjölda snertinga í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, í mætingu á viðburði og í heimsóknum á vefsíðu Inspired by Iceland. Árið 2023 náði verkefnið 1.721 milljarða snertinga þvert yfir alla fleti, sem samsvarar hækkun upp á 244% frá fyrra ári.

Sjá vef Inspired by Iceland

Ársskýrsla 2023 - Inspired by Iceland North America

Meira frá ársskýrslu 2023

  Aftur í ársskýrslu