Ljósmynd

Vörumerkið Icelandic

Vörumerkið Icelandic

Gæði og íslenskur uppruni sjávarafurða

Sókn í markaðsstarfi og horft til framtíðar

Félagið Icelandic Trademark Holding ehf. (ITH) er eigandi vörumerkjanna Icelandic® og Icelandic®Seafood sem standa fyrir hágæða íslenskar sjávarafurðir. ITH er í eigu íslenska ríkisins en Íslandsstofa hefur haft umsjón með daglegum rekstri félagins síðan 1. júlí 2020. Ný stefna ITH var mörkuð í byjun árs 2021 en megininntak hennar lýtur að því að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum á grundvelli gæða, sjálfbærni og uppruna.

Jákvæð afkoma síðustu ára hafa gert ITH kleift að blása til sóknar í að styrkja Icelandic vörumerkin og efla markaðssókn í tengslum við ímynd þeirra. Þannig hefur verið fylgt eftir stefnu félagsins frá 2021 og skerpt á henni með endurskoðun hennar á árinu 2023. Megininntakið er sem fyrr að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi hágæða íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum. Með þátttöku í markaðsverkefnum íslenskra útflutningsfyrirtækja á mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku hefur félagið lagt sínar lóðir á vogarskálarnar við almenna ímyndaruppbyggingu íslensks sjávarfangs og við að styrkja ímynd Icelandic vörumerkjanna. Við endurskoðun á stefnu félagsins á haustmánuðum 2023 voru settar fram ýmsar nýjar áherslur og vaxtatækifæri sem lúta að viðskiptaþróun í tengslum við núverandi samninga félagins, ný markaðssvæði, nýsköpun o.fl.

Sjá vef Icelandic

Ársskýrsla 2023 - Icelandic Trademark holding ehf.

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu