Mynd tekin við Kirkjufellsfoss

Mynd tekin við Kirkjufellsfoss. @Ian Cumming

Green by Iceland

Green by Iceland

Styðjum við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni

Grænar lausnir frá Íslandi

Green by Iceland er samstarfsverkefni Íslandsstofu og Grænvangs. Verkefnið miðar að því að auka vitund um þekkingu og reynslu Íslendinga af nýtingu endurnýjanlegrar orku til að styðja við frekari útflutning grænna lausna frá Íslandi og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni. Sérstök áhersla er lögð á að kynna það sem Ísland gerir vel í loftslagsmálum.

Langtímamarkmið verkefnisins er að byggja upp vörumerkið Green by Iceland, einkum á fyrirtækjamarkaði, og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi land á sviði sjálfbærni með beinni markaðssetningu, almannatengslum, og með því að sækja sölusýningar og fagviðburði erlendis

Verkefni ársins 2023

Green by Iceland sótti 16 erlenda viðburði á árinu. Tilgangur allra ferða var að tengja saman íslensk fyrirtæki við mögulega viðskiptavini eða fjárfesta. Tekið var á móti tveimur hópum blaðamanna á árinu í nafni Green by Iceland til Íslands og tóku samtals fimmtán blaðamenn þátt. Önnur ferðin var skipulögð fyrir breska og bandaríska fjölmiðla en hin fyrir fjölmiðla frá Bretlandi og Þýskalandi.

Hellisheiðarvirkjun

Mynd: Heillisheiðarvirkjun

Árangur

Alls tóku 74 fyrirtæki þátt í viðburðum Green by Iceland erlendis yfir árið 2023. Meðal þeirra sem svöruðu þátttökukönnunum eftir viðburði lýstu 87% yfir ánægju með þjónustuna, 82% ánægju með viðskiptatengslin og 86% svarenda töldu líkur á að taka aftur þátt. Viðburðurinn Our Climate Future var haldinn í nafni Green by Iceland Berlín í júní. Gekk viðburðurinn vel og eru áætlanir um að halda hann aftur árið 2024 í Denver. Lesa meira

LinkedIn fylgjendum Green by Iceland fjölgaði á árinu og eru nú samtals 4.531 talsins og náði efnið þar 516.913 snertingum. Almannatengslin gengu framar vonum og náðust markmið þar sem sett voru til fimm ára á aðeins tveimur árum. Í heildina birtust 500 umfjallanir, þar af teljast 156 til gæðaumfjallana. Samanlagt heildarvirði umfjallana var metið á um 200 milljónir ISK (AVE).

Skoða vef Green by Iceland

Ársskýrsla 2023 - Green by Iceland

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu