A still image of Jodie Foster and Kali Reis from the filming of True Detective: Night Country in Iceland.

Þættirnir True Detective: Night Country voru teknir að mestum hluta upp á Dalvík.

Film in Iceland

Film in Iceland

Kynnum Ísland sem vænlegan tökustað kvikmyndaverkefna með 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar.

Kvikmyndalandið Ísland

Markmið og verkefni Film in Iceland eru að kynna kynna Ísland sem vænlegan tökustað, 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, innviði íslenska kvikmyndaumhverfisins, og aðstoða eftir fremsta megni erlenda framleiðendur sem hafa hug á að taka upp hér á landi.

Film in Iceland fór í gegnum mörkunarvinnu árið 2021 þar sem skilgreindir voru helstu markaðir og aðgerðir. Unnið var að því að fylgja þeim markmiðum eftir á árinu. Í janúar voru hagaðilar boðaðir til fundar þar sem farið var yfir verkefni komandi árs.

rich text image

Fjölmargir staðir á Íslandi eru vinsælt sögusvið fyrir erlendar kvikmyndir

Tengslaviðburðir ársins 2023

FAM Tour á Íslandi 
Í október var boðið til landsins sex stjórnendum kvikmyndavera í Hollywood, í samstarfi við hagaðila. Hluti gestanna höfðu áður heimsótt landið og komið með fjölda kvikmyndaverkefna hingað í kjölfarið. 

AFCI Week  
Ísland var kynnt sem ákjósanlegur kostur til kvikmyndatöku á „Location Expo” og Film in Iceland tók þátt í röð viðburða með framleiðendum og tökustaðastjórum. Þá var fundað með fjölda framleiðslufyrirtækja, eða þar má sem dæmi nefna MGM, Disney, Universal, Sony Pictures, Amazon, Twentieth Century Fox, Apple, Sony, Netflix, HBO, og fleiri.

Vinnufundur Nordic Film Commissions á Íslandi 
Nordic Film Commissions fundaði á Íslandi, en samtökin eru tengslanet 18 skrifstofa sem starfa á Norðurlöndunum. Hópurinn vinnur saman á ákveðnum mörkuðum og kynnir Norðurlöndin sem kjörinn áfangastað fyrir framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, meðal annars með tengslaviðburðum og fyrirlestrum.

Cannes Film Festival 
Fundað var með framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Einnig var sameiginlegt boð Norðurlandanna undir merkjum Nordic Film Commissions og var vel sótt. Þá tók fulltrúi Íslands þátt í viðburðinum „Producers Without Borders" þar sem góð tengsl mynduðust.

Series Mania 
Film in Iceland tók þátt í ráðstefnu um gerð sjónvarpsþátta sem fór fram í Lille í Frakklandi. Um er að ræða spennandi ráðstefnu þar sem mikil tækifæri eru til að hitta framleiðendur á sjónvarpsefni og eins að kynna nýjar íslenskar sjónvarpsþáttaraðir sem eru að leita að samframleiðendum og fjármagni. 

FOCUS  
Fulltrúi Film in Iceland var með viðveru á sameiginlegum bás Norðurlandanna undir merki Nordic Film Commissions á ráðstefnunni FOCUS í London, líkt og áður. Þetta er hagkvæm leið til þátttöku fyrir verkefnið og hefur umferð alla jafna verið góð á básnum. Samhliða var haldið sameiginlegt boð fyrir breska framleiðendur og tökustaðastjóra.

rich text image

Idris Elba leikur í kvikmyndinni Luther sem tekin var upp að hluta á Íslandi

Kvikmynda- og sjónvarpsverkefni árið 2023

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem teknir eru upp á Íslandi nota kvikmyndaverin og íslenskt hæfileikafólk í sinni framleiðslu, með íslenska náttúru í forgrunni. Hér eru dæmi um verkefni á árinu: 

Bíómyndir: 

  • One Million Minutes (Warner Brothers, Þýskalandi) 

  • How to train your Dragon (Universal) 

  • Hagen (Constantin) 

  • Sonic 3 

  • Wicked 

Sjónvarpsþættir: 

  • True Detective (HBO) 

  • Darkness (CBS) 

  • The Curse of Oak Islands (History Channel) 

  • AV EPK (HBO) 

  • Somebody feed Phil (Netflix) 

  • KAZAR (Constantin) 

Þar að auki voru teknar upp fjöldi heimildamynda, sjónvarpsauglýsinga, ljósmyndaverkefna og tónlistarmyndbanda á árinu 2023.

rich text image

Frá vinsælu þáttunum True Detective: Night Country

Samfélagsmiðlar

Film in Iceland hélt áfram að birta auglýsingar, senda fréttir á póstlista verkefnisins og á samfélagsmiðlum, ekki síst til að kynna lög um endurgreiðslu vegna kvikmyndaverkefna sem tekin eru upp á Íslandi, allt að 35%.  

Reglulegar færslur fóru í loftið yfir árið með fréttum og almennri markaðssetningu á verkefninu. Náði efni á samfélagsmiðlum til rúmlega 500.000 manns með yfir 1.000.000 birtingar. Samfélagsmiðlar Film in Iceland á LinkedIn, Facebook og Instagram hafa samanlagt rúmlega 16.000 fylgjendur en stærsti hlutinn kemur frá Bandaríkjunum. Þá fengu um 14.000 áskrifendur úr kvikmyndaiðnaðinum reglulega fréttir frá Film in Iceland.

Á síðasliðnu ári voru birtar tæplega 1.000 umfjallanir um erlend kvikmyndaverkefni sem teknin voru upp á Íslandi. Þar báru hæst umfjallanir um sjónvarpsþættina A Murder at the End of the World, og True Detective: Night Country. Um 67% umfjöllunarinnar var upprunnin frá Bandaríkjunum. 

Ársskýrsla 2023 - Film in Iceland

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu