Ljósmynd

Data Centers by Iceland

Data Centers by Iceland

Markmiðið er að auka vitund og bæta viðhorf væntanlegra viðskiptavina til hýsingar gagna á Íslandi

Aukum útflutningsverðmæti gagnavera

Um nokkura ára skeið hefur Ísland verið kynnt sem ákjósanlegur staðsetningarkostur fyrir gagnaver, byggt á úttektar- og greiningarvinnu innlendra og erlendra ráðgjafastofa. Viðskiptavinir alþjóðlegra gagnavera leggja áherslu á endurnýjanlegan uppruna orkunnar sem knýr og kælir ofurtölvur þeirra.

Meginmarkmið verkefnisins er að að auka vitund og bæta viðhorf væntanlegra viðskiptavina til hýsingar gagna á Íslandi í því skyni að auka útflutningsverðmæti gagnavera á landinu.

Lykilmarkaðir Data Centers by Iceland eru: 

  • Bretlandseyjar (London, Dublin) 

  • Þýskaland (Frankfurt, München, Berlín) 

  • Bandaríkin (San Francisco, Seattle, New York, Boston, Washington DC.)

Verkefni ársins 2023

Data Centers by Iceland var með bás á Datacloud Global ráðstefnunni í Mónakó fyrir hagaðila sína á þessari árlegu ráðstefnu. Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt auk þess að funda með mögulegum viðskiptavinum. 

Data Centers by Iceland tók þátt í Datacloud ESG viðburðinum í Osló. Ákveðið var að vera ekki með bás að þessu sinni, heldur að kosta opnunarmóttökuna á ráðstefnunni og vera með íslenskan panel um tækifærin á Íslandi, auk þess að bjóða íslensku fyrirtækjunum fundarherbergi til afnota. Í opnunarmóttökunni var tilkynnt að ráðstefnan Datacloud ESG yrði haldið á Íslandi í apríl 2024. 

rich text image

Mynd: Borealis Data Center. (C) Siggeir Hafsteinsson

Gagnaveraráðstefnan Datacenter Forum fór fram í annað sinn á Íslandi í október og er það mjög jákvætt að erlendir skipuleggjendur ráðstefnunnar hafi ákveðið að halda hana hér á landi öðru sinni.

Skipulögð var blaðamannaferð til Ísland í kringum Datacenter Forum ráðstefnuna þar sem meðal annars var farið norður á Akureyri og Blönduós og gagnaver atNorth og Borealis voru skoðuð. Einnig voru aðstæður fyrir gagnaver skoðaðar í kringum höfuðborgarsvæðið. 

Árangur

Í kjölfar blaðamannaferðar á vegum Data centers by Iceland í október 2023 hafa sjö erlendir miðlar birt samtals 13 greinar, byggðar á heimsókninni til Íslands. Þar á meðal má nefna The Irish Times, ComputerWeekly, DataCenter Dynamics Magazine og TechHQ. Dreifing greinanna hefur verið umtalsverð og er heildarverðmæti umfjöllunar metin á 623.878 EUR eða um 93 milljónir króna. Heildardekkun (e. reach) greinanna er sem nemur 19.717.567 og heildarfjöldi birtinga (e. impressions) mældist 62.387.836.

Nálægt 1600 fylgjendur eru á LinkedIn rás Datacenter by Iceland, þá mældust snertingar (e. impressions) árið 2023 um 190.000 sem er hækkun úr 60.000 frá árinu áður.  

Markmið ársins 2023 var að auka útflutningsverðmæti gagnaversiðnaðarins á Íslandi um 7%. Þetta hefur farið langt fram úr vonum þar sem aukningin mældist um 25%.

Skoða vef Data Centers by Iceland

Ársskýrsla 2023 - Data Centers by Iceland

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu