Ljósmynd

Data Centers by Iceland

Data Centers by Iceland

Markmiðið er að auka vitund og bæta viðhorf væntanlegra viðskiptavina til hýsingar gagna á Íslandi

Áskjósanleg staðsetning fyrir gagnaver

Um nokkurra ára skeið hefur Ísland verið kynnt sem ákjósanlegur staðsetningarkostur fyrir gagnaver, byggt á úttektar- og greiningarvinnu innlendra sem erlendra ráðgjafastofa. Viðskiptavinir alþjóðlegra gagnavera leggja áherslu á endurnýjanlegan uppruna orkunnar sem knýr og kælir ofurtölvur þeirra. 
Meginmarkmið verkefnisins er að að auka vitund og bæta viðhorf væntanlegra viðskiptavina til hýsingar gagna á Íslandi í því skyni að auka útflutningsverðmæti gagnavera.

Samtök gagnavera (DCI) eru samtök fyrirtækja í gagnaveraiðnaðinum og eru hýst innan Samtaka iðnaðarins. Samtökin áttu frumkvæði að stofnun verkefnisins í samstarfi við Íslandsstofu. Fyrirtækin mynda markaðsráð sem vinnur með fulltrúum Íslandsstofu við að ákveða viðburði ársins. Það er hlutverk Íslandsstofu að halda utan um og framfylgja þeim verkefnum sem hafa verið ákveðnir af markaðsráðinu.

rich text image

Verkefni ársins 2022

Í október fór í fyrsta sinn fram á Íslandi alþjóðleg gagnaversráðstefna í Grósku og mættu rúmlega 200 manns. Ráðstefnan ber heitið Datacenter Forum. 

Data Centers by Iceland bauð samtals átta blaðamönnum frá Þýskalandi og Bretlandi í blaðamannaferð á árinu. Blaðamennirnir voru valdir vegna sérfræðiþekkingar á sviði gagnavera og upplýsingatækni. Þrjú gagnaver voru heimsótt ásamt einni jarðhitavirkjun.  

Fréttatilkynning var einnig send á helstu breska og þýska miðla innan gagnaversiðnaðarins þegar IRIS sæstrengurinn tengdi saman Ísland og Írland. 

Síða fyrir Data Centers by Iceland á LinkedIn leit dagsins ljós enda er LinkedIn sá vettvangur sem skiptir mestu máli fyrir markaðssetningu gagnvart fyrirtækjum.  

rich text image

Frá alþjóðlegu ráðstefnunni Datacenter Forum sem fór fram í Grósku í október.

Helstu markaðir Data Centers by Iceland eru: 

  • Bretlandseyjar (London, Dublin) 

  • Þýskaland (Frankfurt, Munich, Berlin) 

  • Bandaríkin (San Francisco, Seattle, New York, Boston, Washington DC )

Árangur

Alls birtust níu umfjallanir sem náðu til yfir 1,5 milljón manns. Heildarvirði umfjallana var 13,5 milljón ISK. Blaðamennirnir voru ánægðir með ferðina til Íslands og fannst áhugavert að læra um íslensk gagnaver í tengslum við endurnýjanlega orku og sjálfbærni.  

LinkedIn fylgjendum Data Centers by Iceland hefur fjölgað hratt og telja nú 1,234 manns en efnið hefur fengið rúmlega 54.000 snertingar á árinu. 

Skoða vef Data Centers by Iceland

Ársskýrsla 2022 - Data Centers by Iceland

Meira frá ársskýrslu 2022

    Aftur í ársskýrslu